Fimmtudagur 10.04.2014 - 09:15 - Lokað fyrir ummæli

„Ghostbusters“ á kröfuhafa

“Ghostbusters” hópur Simma er á full að undirbúa sig fyrir baráttuna um að kveða niður kröfuhafadrauginn í eitt skipti fyrir öll. Þar er mottóið “við semjum ekki” og er mikil makríl og Icesave stemning yfir öllu saman. Valdir menn í hverju hlutverki og allt mun þetta reddast.

Stóra planið er að setja búin í gjaldþrot, ná í gjaldeyri kröfuhafa á núverandi gegni evrunnar um 155 kr (ein ástæða þess að gengið er svona “hægstætt” um þessar mundir sem menn ættu að notfæra sér – en það er önnur saga) og þvinga svo útlendingana út á gengi um 275 kr evran sem er tala sem stundum er nefnd. Þetta er svona framsóknarútgáfa af skiptigengisleið Lilju Mósesdóttur, enda er erfitt að sjá að hægt sé að fara aðra leið en einhverja skiptigengisleið ef borga á kröfuhöfum út í krónum.

Vandinn við svona leið verður jafnræðisreglan. Verður hægt að þvinga kröfuhafa sem sitja með krónur eftir gjaldþrotaskipti út á öðru gengi en aðrir fá að versla með? Á hverju byggist sú mismunun? Og geta menn takmarkað notkun þeirra króna sem kröfuhafar fá í gjaldþroti? Eru þær krónur þær sömu og aðrir aðliar í samfélaginu nota? Mun AGS blessa “Ghostbusters” planið? Allt eru þetta mikilvægar spurningar því að um leið og þessar aðgerðir fara að lykta af dulbúinni “eignaupptöku” er hætta á að kröfuhafar geti fengið erlendan dómstól, líklega í New York, til að frysta eignir búsins innan lögsögu dómstólsins sem um leið myndi hafa alþjóðlegt fordæmi. Þá fyrst byrjar ballið.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur