Laugardagur 26.04.2014 - 07:35 - Lokað fyrir ummæli

Tímaskekkja Landsbankans

Að ætla sér að byggja aðalstöðvar fyrir banka á dýrustu lóð landsins er algjör tímaskekkja. Engum banka í nágrannalöndunum myndi detta svona vitleysa í hug.

Bankar eru veitufyrirtæki og sem slík eiga að hafa starfsemina í látlausu, einföldu og ódýru húsnæði. Þetta gerðu menn sér strax grein fyrir hjá OR þegar Planið var sett af stað þar eftir hrun.

Það er hins vegar ótrúlegt að Landsbankinn sem ríkið varð að bjarga á kostnað skattgreiðenda skuli á sama tíma ætla að byggja glæsihöll undir starfsemi sína sem mun líklega verða margfalt dýrari en hús Orkuveitunnar.

Flestir sjá að hér er ekki verið að hugsa um hagsmuni eigenda eða viðskiptavina. Þetta er óverjanlegt bruðl en einhvern veginn er bankinn orðinn eða hefur alltaf verið ríki í ríkinu og eigendur virðast ófærir um að hafa stjórn á stefnu bankans.

Því miður, er fátt sem bendir til að þessi vitleysa verði stoppuð.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur