Miðvikudagur 14.05.2014 - 06:56 - Lokað fyrir ummæli

Landsbankinn toppar Icelandair

Þóknun stjórnarformanns Landsbankans er 600,000 kr á mánuði á meðan sambærileg þóknun hjá Icelandair er 550,000 kr. Stjórnmálamenn ættu því að fara varlega í að gagnrýna Icelandair á meðan þeirra eigin sjoppa borgar betur!

Auðvelt er að blekkja með prósentureikningi og hér er alveg sérstalega ómaklega vegið að stjórnarformanni Icelandair sem hefur verið lykilinn í uppbygginu félagsins. Án hans væru líklega margir flugmenn Icelandair án vinnu.

Það er erfitt að sjá hvernig leysa á svona deilu þegar röksemdafærslan er komin á jafnt lágt stig.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur