Þriðjudagur 04.11.2014 - 09:37 - Lokað fyrir ummæli

Ekki sama lögfræðingur og læknir

Ríkisstjórnin borgar erlenda lögmanninum Lee Buchheit, aðalsamningamanni Icesave og kröfuhafa markaðskaup, líklega er það aldrei undir 1000 dollarar á tímann.

En það er ekki hægt að borga íslenskum læknum markaðskaup.

Svona kerfi hafa menn ekki séð síðan Sovét sáluga var upp á sitt besta.  Læknar í Sovét voru góðir en illa launaðir.  Sovéska leiðin var að loka landamærunum og Ísland í dag er sönnun þess að það var ekki að ástæðulausu.

Það verður fróðlegt að fylgjast með ríkisstjórninni og sjá hvort hún finnur lausnina sem Sovét-leiðtogar fundu aldrei?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur