Þriðjudagur 25.11.2014 - 09:23 - Lokað fyrir ummæli

Argentína norðursins

Útgönguskattur á gjaldeyri er enginn gæðastimpill á efnahagsstjórnun.  Þetta er ekki aðgerð sem er þekkt á hinum Norðurlöndunum eða almennt innan OECD. Hins vegar er þetta neyðarúrræði sem AGS þekkir vel þegar lönd eru orðin “tæknilega” gjaldþrota í erlendri mynt.  Þetta er engin töfralausn og ef illa fer getur vont versnað.

Þegar dagblöðum heimsins er flett er hugtakið „útgönguskattur á gjaldeyri“ aðeins forsíðufrétt í Buenos Aires og Reykjavík.  Gjaldeyrishöft, gengisfellingar, útgönguskattur og vondir kröfuhafar tengja þessi ólíku lönd saman á hátt sem hin Norðurlöndin tengjast ekki Íslandi.

En það er ekki aðeins hugtökin sem tengja Argentínu og Ísland.  Nú virðist sem íslensk útfærsla sé farin að sækja í vopnabúr Perónista í Argentínu.  35% útgönguskattur er nefnilega engin tala út í loftið, þetta er einmitt talan sem Argentína notar.

Það sem virðist samt hafa tapast á leiðinni yfir hafið er að kynna að 35% útgönguskattur á gjaldeyri gildir á allar erlendar kortafærslur á argentískum greiðslukortum.  Þetta er auðvitað gert til að gæta að hinum gullna “jafnræði”.

Spennandi verður að fylgjast með hinni endanlegu útgáfu á Íslandi á þessari argentínsku leið.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur