Sunnudagur 30.11.2014 - 10:24 - Lokað fyrir ummæli

Landsbankinn „plataður“

Hópurinn sem keypti Borgun, köllum hann B-hópinn, stendur nú með sterkt tromp í hendi þegar kemur að sölu á eignarhlut kröfuhafa í Íslandsbanka.  Það kæmi ekki á óvart ef Borgun yrði notuð sem stökkpallur til að kaupa stóran hlut í Íslandsbanka, eins konar “reverse takeover”.

Á sama hátt má segja að ríkisbankinn hafi verið “plataður”.  Salan á hlut hans í Borgun á þessum tímapunkti færir bankanum ekkert strategískt forskot, enda er bankinn kominn í vandræðanlegan varnarleik sem gæti rýrt orðspor hans.

Á meðan framtíðareignarhald á Arion banka og Íslandsbanka er óráðið halda menn í strategískar eignir eins og Valitor og Borgun, sérstaklega þegar menn eru með veika stöðu í greiðslukortastarfsemi.

Til lengri tíma litið er það rétt hjá samkeppnisyfirvöldum að eignarhlutur Landsbankans í bæði Valitor og Borgun er ekki æskilegur, en allt á sinn tíma og stað.

Salan á Borgun er ákvörðun bankaráðs Landsbankans samkvæmt starfsreglum stjórnar eins og þær birtast á vefsíðu bankans.  Stjórnin þarf að útskýra þessa ákvörðun fyrir hluthöfum, ef ekki nú, þá á næsta aðalfundi.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur