Sunnudagur 07.12.2014 - 10:01 - Lokað fyrir ummæli

Ríkisfyrirtæki úr landi

Promens er nú á leið úr landi og fylgir í fótspor fjölda annarra fyrirtækja sem stóðust hrunið en ekki íslensku gjaldeyrishöftin.

En Promens er aðeins öðruvísi en önnur fyrirtæki sem hafa flúið land.  Promens er nefnilega í 58% eigu ríkisins í gegnum eignarhald ríkisins á Landsbankanum sem aftur á í Framtakssjóði, þetta er eins konar 2007 flétta.

Það er ekki traustvekjandi að fyrirtæki sem ríkið á meirihluta í skuli þurfa að flýja land vegna gjaldeyrishafta á sama tíma og það er korter í afnám þeirra?  Hér eru skilaboðin misvísandi.

Svo er það spurningin hvað verður um verksmiðjurnar á Dalvík og í Hafnarfirði og þau 80 störf sem þær bjóða upp á?  Hér mættu menn læra af reynslu Finna þegar Nokia var selt til Microsoft.  Þá voru gefin alls konar loforð um að starfsemi í Finnlandi yrði haldið áfram, en annað kom í ljós fyrr á þessu ári eftir að salan var gengin í gegn.  Eða eins og fjármálaráðherra Finna sagði í blaðaviðtali:

„It can be said that we have been betrayed,“ Finland’s newly-appointed finance minister Antti Rinne told the Finnish business daily Kauppalehti. „At the time of the Nokia deal Microsoft announced it is committed to Finnish expertise. Now it seems this commitment isn’t fully met.“

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur