Fimmtudagur 18.12.2014 - 11:14 - Lokað fyrir ummæli

Valitor selt upp í sekt

Það liðu ekki nema nokkrir klukkutímar eftir að tilkynnt var að Landsbankinn hefði selt hlut sinn í Valitor til Arion banka að tilkynnt var um að aðilar fái sekt upp á 1.6 ma kr. fyrir samkeppnishamlanir.  Þá er auðvitað komin skýring á því hvers vegan selja þurfti Valitor og Borgun í lokuðu ferli.

Þó Íslandsbanki og Arion banki fái sekt er þó sárabót að losna við Landsbankann og ná í hlut hans í “þvingaðri” sektarútsölu.  Þarna hljóp nú aldeilis á snærið hjá þeim sem voru “upplýstir”.  Það verður seint sagt að það sé glæsileiki yfir þessu ferli öllu, eða kannski er réttara að kalla þessa uppákomu amatör leikrit þar sem útvaldir fagmenn fengu að kíkja inn korteri fyrir frumsýningu.

Og til að losna úr myrkrinu hrökklast bankastjóri Landsbankans með kortaviðskiptin hjá sér suður í álfu í hendur útlendinga sem heimta evrur fyrir sína þjónustu.  Já, það er ekki öll vitleysan eins.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur