Mánudagur 04.05.2015 - 06:24 - Lokað fyrir ummæli

Makríllinn fer sömu leið og Borgun

Markrílfrumvarpið er blaut tuska framan í launafólk á viðkvæmum tíma. Það er hreint ótrúlegt að í hvert skipti sem Framsókn kastar upp teningi kemur upp klúður. En í þetta skipti mun guðfaðir ríkisstjórnarinnar skerast í leikinn og stoppa svona „gjafagjörning à la Borgun“.

Líklegast er að ríkisstjórnin verði að draga frumvarpið til baka með skottið á milli fótanna. Það eru forsetakosningar á næsta ári og Ólafur Ragnar er meiri refur en svo að hann láti svona klúður klúðra eigin möguleika á endurkjöri.

Ef frumvarpið er ekki dregið tilbaka, á Ólafur Ragnar engan annan möguleika en að láta frumvarpið í þjóðaratkvæði, fari undirskrifalistinn yfir 50,000 nöfn. Það stefnir nefnilega í alvöru forsetakosningar á næsta ári, ef Katrín Jakobsdóttir bíður sig fram gegn Ólafi. Og þá veit Ólafur að hann skýtur sig í fótinn með því skrifa undir ný makríllög, sem njóta stuðnings flokka á Alþingi sem mælast með 32% fylgi. Hann verður stimplaður sem forseti auðvaldsins á móti framboði launamanna. Allir vita hvernig slík kosning fer.

Það er eins og ráðgjafar ríkisstjórnarinnar hafi klikkað á að taka með í reikninginn að endurkjör ÓRG trompar öll frumvörp sitjandi ríkisstjórnar ári fyrir forsetakosningar.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur