Mánudagur 08.06.2015 - 13:47 - Lokað fyrir ummæli

Stalínískur tónn

Það var stalínískur tónn í kynningu um losun fjármagnshafta. Þið gerið eins og við segjum annars setjum við 39% eignaskatt á ykkur.

Tal um fordómalausar aðgerðir og afnám einkaréttarins var óheppilegt. Ef markmiðið var að gefa kröfuhöfum spark í rassinn þá held ég að menn hafi aðeins farið fram út sér og hrætt líftóruna úr framtíðarfjárfestum. Það sem gerist einu sinni getur gerst aftur. Það verða djarfir fjárfestar sem þora að koma með sparifé sitt til Íslands í framtíðinni.

Það er ekki að furða að AGS hafi hvatt menn til samvinnu í nýlegri skýrslu. Þessi kynning sendir út þau skilaboð að á Íslandi séu menn ekki hrifnir af samvinnu þegar vandamál koma upp, þar gildi auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. AGS veit að svona frontur virkar ekki á 21. öldinni, eins og dæmin í Argentínu og Venesúela sýna.

En var þessi tónn nauðsynlegur í ljósi þess að kröfuhafar hafi skrifað undir viljayfirlýsingu um stöðugleikaskilyrði. Hvers vegna ekki að hrósa mönnum og hvetja. Af hverju þessi hótunartónn? Hvaðan kemur hann og hverjum þjónar hann? Er þetta kannski bara til innanlandsbrúks?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur