Þriðjudagur 09.06.2015 - 06:57 - Lokað fyrir ummæli

Lee Buchheit semur

Ljóst er að samningar við kröfuhafa eru langt komnir, þökk sé AGS og Lee Buchheit, aðalsamningamanni Íslands í Icesave deilunni sem vinstri sjórnin réði til landsins. Menn verða nú að gefa Steingrími prik fyrir það.

Það eru litlar líkur á að þessi fordæmalausi stöðugleikaskattur verði notaður, enda gerir hann lítið annað en að rýra orðspor Íslands og hræða fjárfesta frá landinu. Hvers vegna að gera hann að aðalefni kynningar á losun hafta þegar samningsdrög við kröfuhafa voru augljóslega aðalfréttin?

Stóra spurningin nú er hvað verður gert við hundruði milljarða frá kröfuhöfum. Seðlabankastjóri ítrekar að peningana eigi að nota til lækkunar skulda sem er rétta aðgerðin, en ansi er ég hræddur um að ístöðulitlir stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum hafi aðrar hugmyndir. Einhverjar meiri sárabætur þarf Framsókn að fá, fyrir að þurfa að lúffa fyrir útlendingum, en að veifa stöðugleikaskatti á kynningu í Hörpu.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur