Sunnudagur 14.06.2015 - 07:07 - Lokað fyrir ummæli

„Krónugettó“ framtíðarinnar

Einhver mestu forréttindi við afnám hafta er að fá aftur erlend lán á vöxtum sem fólk ræður við. En þau lán verða ekki til allra eins og fyrir hrun. Þau verða líklega aðeins fyrir þá sem tilheyra gjaldeyrishagkerfinu og svo fáa útvalda vini stjórnmálastéttarinnar. Þannig mun afnám hafta auka efnahagslega stéttaskiptingu. Þeir sem munu fá aðgang að erlendum lánum munu geta keypt helmingi stærra húsnæði en hinir og helmingi flottari bíl, að ekki sé talað um íbúð á sólarströnd. Smátt og smátt munu myndast “krónugettó” þar sem krónufólkið býr og þrælar fyrir vöxtum sem borga niður eignir gjaldeyriselítunnar.

Það verður spennandi að sjá hvernig stjórnmálamennirnir ætla að stýra þessari þróun. Þeir hafa jú sagt að stöðugleiki sé númer eitt sem þýðir að halda á genginu “stöðugu”, en það mun gera erlend lán ómótstæðileg þar sem gjaldeyrisáhættan verður þá mun minni en fyrir hrun? Því verður að skammta erlend lán – en hverjir verða svo heppnir að vera valdir í þann forréttindahóp?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur