Mánudagur 03.08.2015 - 10:07 - Lokað fyrir ummæli

Vafasamt norðurslóðabrölt

Ísland er ekki leiðandi þegar kemur að málefnum norðurslóða. Það sannar nýlegur samningur norðurslóðalandanna um bann við veiðum í Norður-Íshafi þar sem Ísland var skilið útundan.

Nei, samningar um málefni norðurslóða eru ekki undirritaðir við hringborð Ólafs Ragnars. Þetta vekur upp spurningar um hvort rétt sé að reka tvær utanríkisstefnur þegar kemur að norðurslóðum, aðra í gegnum utanríkisráðuneytið og hina í gegnum hringborð forsetans sem er að miklu leyti fjármagnað með styrkjum einkafyrirtækja sem gera slíkt á sínum forsendum? Þetta getur skapað rugling um hver sé stefna Íslands og hver fari raunverulega með málefni norðurslóða.

Er ekki betra að minnsta land norðurslóða sameini krafta sína í einni skýrri opinberri stefnu um málefni svæðisins? Það er alls ekki gefið að hringborðsbrölt Ólafs Ragnars hjálpi íslenskum hagsmunum.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur