Miðvikudagur 14.10.2015 - 17:48 - Lokað fyrir ummæli

„Æ sér Símagjöf til gjalda“

Sú spurning læðist að manni hvort Símasalan sé hluti af stærri fléttu? Tímasetningin er vægast sagt óheppileg þar sem mikil óvissa ríkir um framtíðareignarhald Arion banka.

Þeir vildarvinir sem fengu að kaupa á lægra verði á undan öðrum, munu stórgræða á greiðanum. Og eins og málshátturinn segir: “æ sér gjöf til gjalda”. Með svona rausnarlegri forgjöf frá Arion er þessi vildarvinahópur í annarri og betri stöðu en almennir viðskiptavinir til að “kaupa” sig inn í Arion banka þegar hann verður “seldur”. Þá mun Símagróðinn koma að góðum notum.

Baráttan um bankana heldur ótrautt áfram og leikreglurnar hafa lítið breyst á síðustu 15 árum.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur