Miðvikudagur 14.10.2015 - 09:26 - Lokað fyrir ummæli

Símaklúðrið

Arion banki fellur í sömu gryfju og ríkisbankinn þegar kemur að sölu eigna. Formúlan er einföld:

Sjá sjálfur um söluna, nota lokað ferli og velja kaupendur af vildarvinaskrá.

Það sem er athyglusvert er að sú stofnun sem á að fylgjast með bönkunum, FME, virðist samþykkja þessa formúlu með þögn sinni.

Nú er sala á eign eins og Símanum ekki daglegt brauð og því fellur þessi sala undir ábyrgð stjórnar Arion banka. Það er stjórnarformaðurinn sem þarf að gera grein fyrir þessari sölu, ef ekki nú, þá á næsta aðalfundi. Athyglisvert væri að vita hvernig fulltrúi Bankasýslunnar kaus þegar salan kom á borð stjórnar til samþykktar?

Ef FME getur ekki haft stjórn á sölu bankaeigna þarf löggjafinn að taka málið í sínar hendur. Það ætti að vera auðvelt að setja í lög um fjármálafyrirtæki að skylda banka til að nota opið söluferli og láta 3ja og óháðan aðila sjá um sölu eigna eins og bankar yfirleitt gera þegar þeir selja smærri eignir eins og t.d. fasteignir!

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur