Miðvikudagur 21.10.2015 - 07:50 - Lokað fyrir ummæli

Mistök Jóhönnu og Steingríms

Því er haldið fram að mistök síðustu ríkisstjórnar hafi veriða að “afhenda” Arion banka og Íslandsbanka kröfuhöfum. Þetta er ekki rétt. Eins og best sést núna þegar kröfuhafar “afhenda” ríkinu Íslandsbanka, voru mistök Jóhönnu og Steingríms að ríkisvæða Landsbankann.

Kröfuhafar gamla Landsbankans fengu sértryggð skuldabréf í erlendir mynt þegar hinir kröfuhafarnir fengu íslensk hlutabréf í krónum. Fjárfestar sem ekki ganga með pólitísk gleraugu vita að sértryggð skuldabréf í gjaldeyri er mun áhættuminni fjárfesting en hlutafé í íslenskum bönkum í krónum. Og mun arðsamari fjárfesting líka, þegar eignir sem skuldabréfin byggja á eru ofmetnar. Icesave kröfuhafar mun líklega ná um 400 ma kr í gjaldeyri út úr eignum sem seldar voru ríkisbankanum. Ríkið er heppið ef það fær 200 ma kr fyrir hlutafé sitt í Landsbankann á markaði í dag. Hver gerði betri kaup hér? Með því að láta kröfuhafa halda á hlutabréfum en ekki sértryggðum skuldabréfum bera þeir áhættuna en ekki ríkissjóður.

Ef Landsbankaleiðin hefði verið farin með alla bankana á sínum tíma stæði Ísland frammi fyrir mun alvarlegri stöðugleikaógn í dag. Þetta dæmi sýnir vel hvernig alþjóðleg viðmið fjárfesta á mismuninum á milli hlutabréfa og skuldabréfa geta brenglast í litlu klíkusamfélagi þar sem völd og ítök trompa allt og alla.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur