Þriðjudagur 27.10.2015 - 10:33 - Lokað fyrir ummæli

Vextir og húsnæðisverð

Reynslan frá nágrannalöndunum sýnir að þegar vextir lækka fer nær öll lækkunin í hendur húsnæðiseigenda í formi hækkaðs eignaverðs. Hvergi var þetta augljósara en þegar Írar tóku upp evru og húsnæðisvextir helminguðust sem leiddi til tvöföldunar á eignaverði í Dublin.

Lexían er skýr. Það skiptir öllu máli að hafa fest sér húsnæði áður en vextir hrapa. Það eru mistök að bíða og halda að menn geti keypt stærra og betra húsnæði eftir vaxtalækkun, vegna þess að þeir ráði þá við hærra lán. Hækkunin kemur strax fram og oft á undan vaxtalækkuninni. Það sem skiptir máli eru væntingar markaðarins. Og stjórnmálamenn geta oft stýrt þeim.

Þegar forsætisráðherra talar um “vaxtaokur” og að lækka verði vexti á húsnæðislánum er hann að setja væntingar hjá eignaaðilum um hækkun á verði og það fljótt. Þeir sem geta, halda þá að sér höndum og bíða með að setja eign á sölu. Þannig minnkar framboðið sem aftur ýtir undir verðhækkun. Þannig geta orð forsætisráðherra sem ganga þvert á stefnu Seðlabankans haft öfug áhrif og gert unga fólkin enn erfiðara að stíga sín fyrstu skref út á markaðinn.

Ríkisstjórn sem ekki treystir eigin Seðlabanka getur ekki rekið trúverðuga peningastefnu.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur