Föstudagur 30.10.2015 - 08:34 - Lokað fyrir ummæli

Enginn er óháður

Nú þegar samningar virðast í höfn við kröfuhafa byrjar íslenska rifrildið. Annað hvort er um heimssögulegan viðburð að ræða eða heimsmet í klúðri. Sumir segja að 400 ma kr. vanti upp á að stöðugleiki náist, aðrir að allt sé klappað og klárt.

Vandamálið er að enginn aðili í þessu máli er óháður. Nú sést vel hversu bagalegt það er að eiga ekki óháða þjóðhagsstofnun. Allt er í hers höndum hagsmunahópa og sá sem öskrar hæst hefur yfirleitt vinninginn. Svona vinna menn ekki í nágrannalöndunum. Þetta er merki um vanþroskað samfélag.

Kosturinn er þó, að margra mati, að þegar eitthvað fer úrskeiðis í íslensku efnahagslífi í framtíðinni verður hægt að kenna þessum samningi um. Þannig mun Icesave og kröfuhafar verða brennimerktir inn í íslenska þjóðarsál út þessa öld.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur