Miðvikudagur 02.11.2016 - 08:32 - Lokað fyrir ummæli

Okkur vantar Elizabeth Warren

Nú eru það ekki bankamenn eða erlendir kröfuhafar sem ógna stöðugleika. Það gerir kjararáð og þeir 5 einstaklingar sem þar sitja og tóku ákvörðun sem þeir geta ekki eða vilja ekki útskýra eða verja.

Gaman væri að sjá formann kjararáðs fyrir framan Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmann frá Bandaríkjunum. Formaðurinn kæmist ekki upp með neitt múður þar. Því miður eru íslenskir stjórnmálamenn ekki með bein í nefinu þegar kemur að embættismannaelítu landsins. Menn fela sig á bak við „ráðið“ þó auðvitað séu það einstaklingar sem tóku ákvörðunina.

Það er hins vegar algjört lágmark að formaður kjararáðs útskýri vinnubrögð nefndar sinnar og birti þau gögn og rök sem hér liggja að baki. Þá þarf að upplýsa hvort allir 5 nefndarmenn hafi verið þessu samþykkir og hvort einhver þeirra hafi bókað áhyggjur af stöðugleikaógn samfara svona ákvörðun.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur