Föstudagur 03.02.2017 - 01:41 - Lokað fyrir ummæli

Icelandair – sofið á verðinum

Vonandi mun fall hlutabréfa Icelandair vekja stjórnendur og eigendur upp af djúpum svefni. Útlitshorfur hafa verið svartar hjá þessu fyrirtæki um langan tíma. Framtíðarstefna sem byggir á gömlum vélum og þjónustuframboði sem fær falleinkunn hjá Skytrax ár eftir ár er ekki sjálfbær, eins og afkomutölur núna sýna, þrátt fyrir bullandi uppgang í ferðaþjónustu.

Veikir stjórnarhættir eiga stóran hlut að máli, sem er ekkert nýtt á Íslandi, eins og Borgunarmál Landsbankans sýndi. Afleiðingarnar fyrir afkomu Icelandair eru hins vegar alvarlegri, því það starfar á alþjóðlegum samkeppnismarkaði, ólíkt íslenskum bönkum.  Veikleikar Icelandair hafa galopnað markaðinn fyrir Wow og aðra keppinauta.

Aðaleigendur Icelandair, lífeyrissjóðirnir, verða að styrkja stjórnarhætti félagsins. Fyrsta skrefið er að ráða einstaklinga með alþjóðlega reynslu af rekstri og stefnumótun í flugrekstri og ferðaþjónustu. Það er áhættusamt fyrir félög sem starfa á alþjóðamarkaði að velja eingöngu stjórnarmenn úr þeim þrönga hópi einstaklinga sem hefur íslensku að móðurmáli.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur