Mánudagur 13.03.2017 - 06:41 - Lokað fyrir ummæli

Vogunarsjóðir: Eðlileg niðurstaða

Menn losa ekki höft og fara inn á alþjóðlegan fjármálamarkað með krónuna nema spila eftir leikreglum markaðarins. Það verður að ríkja sátt og samlyndi milli aðila.

Síðasta ríkisstjórn gat ekki lyft höftum en þessi gerir það á nokkrum vikum. Munurinn á vinnubrögðunum er sláandi. Nú tala menn saman í rólegheitum, en eru ekki með endalausar yfirlýsingar um hversu vondir vogunarsjóðirnir eru og hvernig loka eigi þá inni á meðan höft eru losuð á aðra.

Menn mega ekki gleyma að vogunarsjóðirnir eru að uppskera eins og þeir sáðu. Þeir tóku stöðu með Íslandi og keyptu íslenskar eignir þegar engir aðrir höfðu áhuga. Vogunarsjóðirnir höfðu trú á Íslandi og veðjuðu rétt. Hagnaður þeirra er í réttu hlutfalli við íslenskan hagvöxt. Þeir vissu að tíminn myndi vinna með þeim, og því hefði verið betra fyrir Ísland að sýna meiri sveigjanleika og lipurð í samningum á síðasta ári og klára málið sem fyrst.

Það er ekki bæði haldið og sleppt.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur