Skil ekki alveg boðskap Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Annarsvegar kvartar hann yfir því hvað það gangi seint að koma málum gegnum þingið – meðal annars Seðlabankamálinu sem tók rúmar tvær vikur – og hinsvegar telur hann að þingið eigi að miklu meira svigrúm til að fjalla um þingmál stjórnarinnar – en besta dæmið um það er einmitt Seðlabankamálið sem Framsókn skoðaði afar ítarlega í nefnd.
Hann kvartar yfir því að 80 daga-stjórnin skilji ekki að hún er minnihlutastjórn sem þarf að lúta meirihlutavilja á þingi –- en á hinn bóginn vill hann ekki að stjórnin flytji nein mál á þingi nema þau sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sjálfur telur nauðsynleg fyrir landsins gagn og nauðsynjar.
Einsog Framsókn vilji vera í senn í stjórn og stjórnarandstöðu: Já, já og nei. Ekki taka ábyrgð á því að styðja stjórnina. Og ekki bera ábyrgð á því að fella stjórnina. Opin í báða enda.
Einsog sagt var í gamla daga. Kosningaósigrar, bankahrun, forystuskipti –- en sumt breytist aldrei. Eða einsog Frakkarnir segja: Því frekar sem það breytist, þeim mun meira er það alveg eins.
Þetta er mjög einfallt. Mörður veit það en segir það ekki þar sem framsókn heldur enn lifi í stjórninni. Framsókn er að tefja eins og Sjálfstæðisflokkurinn. Ekkert af viti má koma út úr þessari stjórn því þá komast þeir ekki til VALDA. VÖLD eru nefnilega allt sem þeir þrá.
Það sem er sorglegra er að líklegt er að 20% íslendinga séu nógu takmarkaðir til að kjósa þá. Enda er þetta svo miklir endurnýjunarsinnar. Fyrst 90% lánin koma öllu á hendur vina þeirra. Svo 20% skuldaniðurfellingar. Sjá einhverjir aðrir en ég samhengi ?
En hvaða mál hafa Framsóknarmenn stoppað?
Viðurkenndu það bara, það var ekkert annað mál á dagskrá nema Seðlabankafrumvarpið.
Komdu með eitthvað sem núverandi ríkisstjórn ætlar að gera fyrir heimilin áður það koma kosningar.
Yfirlýsingar ykkar um það sem þið ætluðuð að gera í þessari ríkisstjórn voru slíkar að miklar vonir voru gerðar. Útkoman er engin. Jú Davíð er farinn… það er allt og sumt.
Meðan þú getur ekki bent á neitt sem þessi ríkisstjórn hefur verið að reyna að koma með til bjargar heimilum og fyrirtækjum þá vísa ég þínum fullyrðingum heim til föðurhúsanna.
Farið að vinna eins og þið lofuðuð… ekki væla í Framsókn þó þið hafið enga hugmynd um hvað þið eruð að gera og hvað þið ætlið að gera.
Spaugstofan kom með réttnefni á þessa ríkisstjórn sem nú situr:
Afsakið hlé….
Kjósendur eiga engara góðra kosta völ
Ekki Framsókn, skv. þessu.
Sjálfst. vanhæfastur og sekastur sbr. eigin skýrslu.
Samf. vanhæf og samsek eins og er, skv. Jóni Baldvin
V-græn veruleikafirrt í eigin heimi skv. öllum öðrum en þeim sjálfum.
Frjálslyndir sundurþykkir sjálfum sér – gengur ekki skv. Kristi
Eru þá ekki séra Þórhallur og Bjarni einir eftir?
Þú ert svoldið pirraður þessa dagana Mörður.
kveðja
Andrés Ingi
Það er kannski erfitt að skilja breyttan stjórnunarstíl í forustu Framsóknarflokksins. Þar ríkir ekki sama flokksagavaldið eins á þínum bæ og hjá íhaldinu. Kannski ertu pirraður eins og Andrés Ingi skrifar og kannski er ástæðan köld kvennaráð. En nú getur þú létt þér lundina við æfingar á viðlaginu „Þessi fallegi dagur…….“ Það ku vera heilsusamlegt að syngja.
Nei, drengir, ég er í alveg prýðilegu skapi og líður vel þesa fallegu daga. Það liggur að vísu á að bjarga heiminum og landinu, og manni finnst að forystumenn eigi að einbeita sér að því fyrst og fremst. Líka í mínum eigin flokki. Þannig að við Sigmundur syngjum bara um ryksuguna á fullu, étur alla drullu …