Áttundi mars er baráttudagur kvenna um allan heim, og þá göngum við öll vonglöð á vit hinnar nýju björtu jafnréttisveraldar. Níundi mars verður hinsvegar helgaður körlum. Það er mánudagskvöld, og karlakvintett prófkjörsframbjóðenda býður til karlakvölds á karlaslóðum – í fundarsal SÁÁ í Efstaleiti 7. Karlarnir fimm hyggjast einkum ræða karlamál, frá efnahags- og atvinnumálum til […]
Yðar einlægi varaþingmaður fór í dag í ræðustól alþingis og þakkaði Sjálfstæðismanninum Ástu Möller í einlægni og alvöru fyrir það sem hún sagði í sjónvarpsviðtali í gær. Þar viðurkenndi Ásta að hún ætti sína sök á þeirri atburðarás sem leiddi til hrunsins í haust og bað kjósendur sína og almenning allan afsökunar á því að […]
Nú geta allir komist ókeypis heila viku í orðabækur og önnur gagnasöfn á [snara.is] – ég hvet menn eindregið að prófa, hef góða reynslu sjálfur sem áskrifandi. Þarna er Íslensk orðabók, stóra ensk-íslenska, danska og franska og margar aðrar – en líka Íslendingasögurnar og Matarást Nönnu Rögnvalds. Hentugt og einfalt. Þetta eru vefbækur, góðar að fletta […]
Skil ekki alveg boðskap Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Annarsvegar kvartar hann yfir því hvað það gangi seint að koma málum gegnum þingið – meðal annars Seðlabankamálinu sem tók rúmar tvær vikur – og hinsvegar telur hann að þingið eigi að miklu meira svigrúm til að fjalla um þingmál stjórnarinnar – en besta dæmið um það er […]
Það var mikil hamingja hjá okkur stuðningsfeðgum þegar við fundum á Borgarbókasafninu Risaeðlubókina frá Skjaldborg. Textinn er að vísu nokkuð fræðilegur en það kemur ekki að sök því sonurinn (fjögurra ára en bráðum fimm og svo sex) er ekki langt kominn í lestrarlistinni og föðurnum gefst því nokkurt svigrúm til túlkunar – en myndirnar eru stórkostlegar […]