Mánudagur 27.04.2009 - 18:31 - 23 ummæli

Þjóðstjórn hvað?

Atli Gíslason vill þjóðstjórn frekar en að þurfa í viðræður við Evrópusambandið.

Þjóðstjórn? Það er bara ekki í stöðunni. Samfylkingarmenn líta svo á að án ESB-samnings sé engin leið út úr vandanum. Ef VG eða aðrir flokkar vilja ekki reyna þá leið, sem þjóðin sker úr um að lokum, nú — þá er eðlilegt í lýðræðissamfélagi að þeir flokkar bjóði fram aðra leið. Hina leiðina. Hugsanlegt er að meirihluti VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks komi sér saman um einhverja krónubjörgunarleiðréttingu. Þá fer Samfylkingin einfaldlega í stjórnarandstöðu.

Hvað er að, Atli? Þjóðin ræður að lokum! Treystirðu því kannski ekki að þjóðinni þyki aðildarsamningur nógu vondur til að fella hann?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (23)

  • Geta þjóðstjórn og þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB ekki farið saman?

  • María Kristjánsdóttir

    Hvar er virðingin fyrir þeim 54 % þjóðarinnar sem ekki vilja ganga í ESB? Og Austurvöllur, lýðræðið og samræðustjórnmálin gleymd og grafin? Nýtt Ísland bara ESB?

  • “ … að án ESB-samnings sé engin leið út úr vandanum.“

    Menn sem sjá aðeins EINA LEIÐ eiga ekki að gefa kost á sér til þingsetu. Það er sama hve staðan er slæm, það eru alltaf fleiri kostir en einn. Alltaf!

  • Ég held að þú fallir í þá gryfju að oftúlka úrslit kosninganna.
    Fylgisaukning Samfylkingarinnar var nú ekki nema 3% og allt vegna
    gömlu konunnar. það var hún sem fólkið var að kjósa.

  • Guðmundur B. Theodórsson

    Ekki veit ég hvað þeir óttast sem ekki vilja aðildarviðræður. Þegar niðurstaðan liggur fyrir eftir aðildarviðræður þá getur María og aðrir efasemdarmenn betur myndað sér skoðun á því hvað er í boði og hvað aðild kostar. Ef það eru enn 54% þjóðarinnar sem ekki vilja ganga í ESB þá er ekkert að óttast.
    Veit reyndar ekki hvaðan þessi tala er fengin hjá Maríu eða hvaða forsendur fólk gaf sér til að segja Nei því samningsdrög liggja ekki fyrir svo ég viti.

  • Hvernig getur þú leyft þér að túlka aðildarviðræður sem meirihluta vilja þjóðarinnar? Meirihuti þjóðarinnar kaus ekki aðildarviðræður, eini flokkurinn sem hafði það á stefnuskrá nr. 1 var samfó sem jók fylgið um 3% og 2 þingmenn, eru það sterk skilaboð? Tek undir með Haraldi hér að ofan að flokkur og þingmenn sem sjá eina leið ættu í fyrsta lagi að finna sér einhverja aðra vinnu, þeir eru ekki traustsins verð og gera fátt annað en koma þjóð sinni á kaldari klaka en nú er.

  • Æ, æ María hef ég misskilið eitthvað, mér hefur heyrst á O-flokknum sem varð til upp úr Búsáhaldabyltingunni að hann vildi aðildarviðræður við EBE. Ekki er þar með sagt að fólkið verði sátt við það sem í boði er og þá, – þá segir maður einfaldlega nei takk.

  • Soffía SIgurðardóttir

    Þegar vinstriflokkar á Íslandi hafa loksins náð hreinum meirihluta á Alþingi, þá stingur Atli Gíslason upp á því að núna verði mynduð þjóðstjórn!

    Er vinstristjórn svona skelfilegur kostur að frekar en að hætta á þau ósköp, þá skuli kalla Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn að ríkisstjórnarborðinu, svo þjóðinni verði forðað frá vinstristjórn?

    Því hvað er þjóðstjórn, ef ekki stjórn með þátttöku allra stjórnmálaflokka á Alþingi?

  • Jafnaðarmaður

    Mörður verður að skilja að ekki verður mynduð ríkissjórn VG og Samfylkingar öðruvísi en að annaðhvor svíki kosningaloforð sín.

    Finnst honum það í lagi?

    Stjórnarslit áttu sér stað síðasta vetrardag í beinni útsendingu

    Það er staðreyndin.

    Eina leiðin útúr þessum vanda er Þjóðstjórn.

    Það er auðvelt að rökstyðja.

  • stefan benediktsson

    Þetta er í góðu lagi. Þeir sem engu vilja breyta stofna krónustjórn, Samfylkingin fer í stjórnarandstöðu og verðbólguvagninn brunar af stað og unga fólkið og fyrirtækin flytja í ESB.

  • Ég er hræddur um að Stefán hafi rétt fyrir sér.

    Ef rammana vantar fyrir hagkerfið þá fara fyrirtækin á hausin, fólk missir vinnuna og ríkið missir af skatttekjum.

    Hvernig ætlar Steingrímur að standa undir norræna velferðarkerfinu þá?

  • Lausnamiðaður

    Ef Sefán er sá sem ég held hann se þá kemur hann mér á óvart í færslu sinni. Stefán sem ég þekki er umburðarlyndur og málefnalegur akademiker sem gekk með vini okkar allra, Vilmundi Gylfasyni.

    Hann mundi ekki uppnefna ríkistjórn óverðskuldað „krónustjórn“ og kalla fólk sem er að leita lausna hóp „sem engu vill breyta“.

    Hann Stefán mundi varla nota hræðsluáróður eins og flótta ungs fólks og að við séum að fara á verðbólguvagninn þó einhverjum detti í hug Þjóðstjórn.

    Ég er sammála því að þjóðstjórn er ein af leiðunum út úr vandanum en hún er ekki eina leiðin þó ég sjái ekki aðra eins og málin standa í dag.

    Þótt Mörður sé ágætur KR-ingur þá má hann ekki rugla saman fótbolta og pólitík.

    KR og Valur geta ekki unnið saman í úrvalsdeildinni eðli málsins samkvæmt.

    En það er krafa kjósenda að allir þingmenn séu í sama liði með það markmið að leysa þjóðina úr vandanum. Að þeir vinni saman að lausn vandans.

  • Jakob Andersen

    Þjóðstjórn, hvað? Vill Atli samt fara í samstarfi við D? Ég helt það væri útilokað hjá VG.

  • Það tekur enginn mark á þessu rugli í Atla. Þjóðstjórn núna?? – það væri þá bara verið að gefa lýðræðinu fingurinn.
    Að nefna þjóðstjórn daginn eftir að þjóðin hefur kosið, það lýsir fordæmalausri vanvirðingu á lýðræðinu.
    Til hvers voru kosningarnar þá…??
    VG lofaði sínum kjósendum að ekki kæmi til greina að starfa með Sjálfstæðisflokki eftir kosningar. En það er semsagt í lagi að svíkja það loforð í nafni þjóðstjórnar!!

    Atli Gíslason ætti að sjá sóma sinn í að draga þessi ummæli til baka hið snarasta, eða segja sig úr Vinstri grænum. Hann er búinn að svíkja sína kjósendur illilega.

  • Af hverju er fólk að blogga með vísvitandi rangfærslum?
    Hvaða 54% þjóðarinnar telur María Kristjáns sem gegn ESB umsókn?? (hún reyndar segir „ganga í ESB“, en það er enginn að tala um það á þessu stigi, heldur „sækja um aðild að ESB“).

    Þvert á móti, þá höfðu þrír flokkar gefið loforð fyrir kosningar, um að sækja ætti um aðild að Evrópusambandinu. Þetta voru S, B og O. Allir flokkarnir hafa ítrekað þetta loforð sitt í umræðuþáttum eftir kosningar. Samtals eru þeir með 33 þingmenn, eða skýran meirihluta, auk þess sem nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa sagt að þeir myndu styðja aðildarumsókn (m.a. varaformaðurinn og Ragnheiður Ríkharðs, auk fleiri).

    Sem sagt, nú er einfaldlega ríflegur þingmeirihluti fyrir því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Hægt væri að leggja fram eftirfarandi þingsályktunartillögu og fá hana auðveldlega samþykkta:

    „Alþingi ályktar að ríkisstjórn Íslands skuli sækja um aðild að Evrópusambandinu við fyrsta tækifæri. Ríkisstjórnin skal síðan hafa náið samráð við alla stjórnmálaflokka á Alþingi og við helstu hagsmunaaðila og þjóðina alla, í því skyni að allir helstu hagsmunir Íslendinga verði hafðir að leiðarljósi í samningaviðræðum.
    Stefnt skal að því að ljúka samningaviðræðum við Evrópusambandið innan 18 mánaða og skal samningurinn þá lagður til samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu.“

    Þetta er ekki mikið flóknara. Þjóðin var að kjósa sér nýtt þing og bara alveg sjálfsagt að þingið, með glænýtt umboð frá þjóðinni, afgreiði málið með þessum hætti. Líklegt er að atkvæði myndu skiptast þannig á þingi:

    Já: 40-45
    Nei: 8-13
    Sitja hjá: 8-13

    VG verða einfaldlega að sætta sig við að þingið vill sækja um aðild að ESB. Þeir verða fyrst að sætta sig við þessa staðreynd, svo geta þeir tekið afstöðu til þess hvort þeir ætla að vera áfram í ríkisstjórn eða ekki.

    Hversu sterk er lýðræðisást VG? – á hún bara við þegar það hentar þeim?

  • Í níu línum nær Mörður að komast í mótsögn við sjálfan sig. Það er nokkuð afrek, sérstaklega þegar haft er í huga að maðurinn hefur starfað við ritstýringu stórra og góðra bókmenntaverka.

    „Samfylkingarmenn líta svo á að án ESB-samnings sé engin leið út úr vandanum.“
    Segir Mörður; hann telur m.ö.o. að það þurfi samning til þess að koma Íslandi úr þessu kreppuástandi. En, hann tekur einnig fram að þjóðin eigi að ráða:
    „Hvað er að, Atli? Þjóðin ræður að lokum! Treystirðu því kannski ekki að þjóðinni þyki aðildarsamningur nógu vondur til að fella hann?“

    Felli þjóðin samninginn, situr að mati Marðar eftir, ekki bara hnípin þjóð í vanda heldur þjóð í djúpum skít; dæmd til eilífðar veru í vandanum sem ekki er nein leið út úr nema með ESB samningi Samfylkingarinnar.

    Af þessu má ráða að Samfylkingunni er alveg sama hvað stendur í samningsdrögunum – hún vill bara semja; það eru trúarbrögð.

  • Við hvað er fólkið hrætt? Má ekki láta á það reyna hvernig svona samningur lítur út. Svo er talað um trúarbrögð!!!!

  • hvað er að Mörður? Treystirðu ekki þjóðinni? Þjóðin ræður, er slæmt að setja upp þjóðstjórn? Er ekki hægt að setja svoleiðis stjórn á koppinn að því Davíð Oddsson stakk upp á þvi á aðventunni 2008?

    Annað hvort verður Samfylking eða Vinstri Grænir að svíkja kjósendur. Miðað við sögu síðustu mánuða og ára, þá eru líkurnar yfirgnæfandi að Samfylking geri það.

    Reyndar er Steingrímur J., tveimur dögum eftir kosningar farinn að tala eins og stækkunarstjóri ESB, en ekki glerharður andstæðingur ESB. Því miður fyrir hann, þá þarf hann að fara í gegnum þykkan graut ætli hann sér að fara með þessa breyttu skoðun sína gegnum flokkinn sinn.

    Tippa á að Samfylking verði komnir með Framsókn í skottið eftir nokkra daga. Til hamingju með Finn Ingólfsson Mörður Árnason!

  • Einn flokkur boðaði esb dásemd hann hlaut rúm 29% fylgi.
    Hinir hlutu afgangin.
    Skýr vilji, Þjóðin hefur talað.

  • Hæ Mörður minn,
    þú spyrð hvað sé að. Atli er íhaldskelling og hefur alltaf verið. Treysti á að Katrín Jakobs og og Dagur græi þetta.

  • Jón Tynes

    Þú ert seigur að hrista upp í fólki Mörður. Hvað hafa Samfylkingin og VG verið að gera undanfarna mánuði? Hafa flokkarnir ekkert talað saman? Minnir mig á hjónin sem sátu allar stundir fyrir framan sjónvarpið. Þegar tækið hrundi komst karlinn að því að konan hans var dönsk.

  • Fólk spyr um hvaðan 54% talan er komin og ég þykist vita að hún er komin frá skoðanakönnunum sem gerðar voru fyrir kosningar um hvort Íslendingar vildu sækja um aðild að ESB og þar voru um 54% af þeim sem svöruðu á móti því að sækja um aðild að ESB.

    Samfylkingarfólk verður að skilja að þau eru að biðja VG að styðja þau í að vinna gegn vilja þjóðarinnar í máli sem VG er sammála þjóðinni. Slíkt er ekki sérlega vingjarnlegt. Að því sögðu tel ég að Steingrímur og Jóhanna muni ná lendingu í þessu máli enda er ESB málið hvorki efst á óskalista hennar né hans.

  • Jóhannes Laxdal

    [quote]Af þessu má ráða að Samfylkingunni er alveg sama hvað stendur í samningsdrögunum – hún vill bara semja; það eru trúarbrögð.[/quote]
    það er heila málið, þetta er trúboð og þú r0kræðir ekkert við trúboða.
    Hins vegar veit ég ekki hvað Atli var að bulla. Kannski bara illa sofinn?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og átta? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur