Sunnudagur 26.04.2009 - 17:18 - 10 ummæli

Stærsti landsbyggðarflokkurinn

Fór áðan í kaffi til fornvinar míns, Þrastar Haraldssonar ritstjóra Bændablaðsins. Hann sagði mér það í fréttum að Samfylkingin væri stærsti landsbyggðarflokkurinn. Það þóttu mér tíðindi, en þetta er rétt hjá Þresti:

NV+NA+SL

S     8 þingmenn, 16.854 atkvæði

V    7 þingmenn, 15.569 atkvæði

D    7 þingmenn, 15.189 atkvæði

B     6 þingmenn, 15.262 atkvæði

O    1 þingmaður,  2.658 atkvæði

Og þessar tölur segja okkur líka að landsbyggðarmenn vilja ESB-umsókn, líka þegar F-atkvæðum (2.151) er bætt við ESB-andstöðuna:

S+B+O   34.774

V+D+F   32.909

Magnað! Á höfuðborgarsvæðinu er Samfylkingin auðvitað flokkur númer eitt:

RN+RS+SV

S     12 þingmenn, 38.904 atkvæði

D     9 þingmenn, 29.180 atkvæði

V     7 þingmenn, 25.011 atkvæði

B      3 þingmenn, 12.437 atkvæði

O     3 þingmenn, 10.861 atkvæði

Maður bara brosir.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Nýi Dexter

    Gott, en dugir ekki.

  • Jóhannes Laxdal

    Hvernig var það aftur með misvægi atkvæða og óréttláta kjördæmaskipun? Skiptir það engu máli þegar „við“ vinnum?
    Svona greining er bara brosleg eða barnaleg..
    Gerðu ekki eftirlits fulltrúar ÖSE athugasemdir?
    Magnað!

  • Þið megið ekki kvika frá aðildarviðræðum um ESB. Mér finnst það furðulegt að VG treysti ekki almenningi í landinu til að kjósa um mögulegan samning við ESB.
    Tvöföld atkvæðagreiðsla er bara kjánalegur fyrirsláttur því hvernig á að kjósa um það sem við vitum ekki hvernig lítur út?

    Aðildarviðræður strax í vor svo við sjáum hvað er í boði þarna. Fyrr hættir þjóðin ekki að rífast um þetta. Við verðum að koma þessu máli í farveg.

  • Gleymdir einum Framsóknarmanni á SV-Reykjavík.
    Sá vill örugglega sækja um í ESB – svo það þarf að telja hann með.

    Skemmtileg uppstilling – en samt er hali Samfylkingarinnar þungur í NV og NA kjördæmunum

  • Villi Páls

    Það finnst mér undarlegt. Þetta er mesti and-landsbyggðar flokkur sem ég hef kynnst.
    Það nýjasta er að nú vill Össur ekki nýta orkuna sem til er úti á landi.

    Þar að auki finnst mér alltaf að Samfylkingin líti á Ísland sem svæðið Borgarfirði suður um til Markárfljóts sem eina svæðið sem er þess virði að byggja upp og skapa atvinnu á.

  • Ég kaus S. Ég er ekki viss um að ESB sé málið samt sem áður.

  • Bæti honum við, Bensi. Takk. — Voða eru menn annars styggir! Sá leikur að skipta kjördæmunum sex í höfuðborgar- og landsbyggðarkjördæmi er allt í einu orðin stuðningsyfirlýsing við misvægi atkvæða — frá fyrsta varamanni í Reykjavík norður ??? Hvaða — hvaða …

  • Ég kaus ekki útfrá ESB afstöðu flokkanna. Enda hafa þeir flestir afstöðu í fleiri málum en þessu einu!

    Getur þú sagt mér hver afstaða einstakra þingmanna Borgarahreyfingarinnar er til aðildarumsóknar strax?
    Ég held að það sé verið að oftúlka stuðning þeirra við málið.

    Þó svo að flokkar sem eru jákvæðir, en ekki allir sannfærðir, gagnvart aðildarumsókn séu nú með meirihluta á Alþingi er engan vegin gefið að meirihluti kjósenda sé sama sinnis.

    Að halda slíku fram er ekkert annað en spuni af gamla skólanum sem ég var að vona að við hefðum lært að leiðir okkur ekki endilega að bestu niðurstöðu.

    Enn á ný valda stjórnmálamenn mér vonbrigðum.

    Ég skora á þig að gera betur. Ég veit að þú getur það.

  • Jafnaðarmaður

    Mér sýnist eftir að hafa lesið þessa færslu Marðar að hið fornkveðna se í fulli gildi:

    „Augun sjá aðeins það sem þau vilja sjá“

    Þetta er alls ekki sigur EU manna.

    Maður þarf að vera með bundið fyrir bæði augun til að sjá það.

  • Samfylkingin náði ekki því fylgi sem Sjálfstæðismenn höfðu síðast. Sjálfstæðisflokkurinn lækkaði niður fyrir Samfó. Samfó hækkaði ekki upp fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
    Þetta er svolítið eins og hafa verið í öðru sæti en hafa komist upp í fyrsta sætið vegna útstrikana. Þetta er nú enginn risasigur Samfylkingarinnar nema að því leyti að þeir virðast hafa náð að aðskilja sig frá því að hafa verið í ríkisstjórn þegar landið lenti úti í skurði. Ég held miklu frekar að Jóhanna sé að trekkja að fyrir Samfylkinguna og er algerlega sannfærður um að Samfylkingin hefði aldrei náð þessu fylgi án Jóhönnu. Ef hún hefði hætt núna og einhver flokksgæðinganna tekið við þá væri niðurstaðan allt önnur, hvað sem ESB líður.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sjö? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur