Sunnudagur 26.04.2009 - 10:29 - 43 ummæli

Engin stjórn án Evrópu

Í þessum merkilegu kosningum er út af næstu dögum vert að taka fyrst eftir því að upp úr kjörkössunum kemur skýr krafa um viðræður við Evrópusambandið um aðildarsamning og gjaldmiðilsmál. Þetta var höfuðmál stærsta flokksins og tveir aðrir höfðu samningaviðræður á dagskránni. Á hinu nýja þingi er Evrópumeirihluti, 33 þingmenn Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Borgarahreyfingarinnar, og framhaldsstarf stjórnarflokkanna hlýtur að mótast af því.

VG-arar mega kalla það kynningarviðræður eða undirbúningsamtöl – en það er einfaldlega krafa kjósenda sem Samfylkingin getur ekki brugðist að taka strax upp Evrópuþráðinn. Þetta verður að vera ótvíræður raunveruleiki í stjórnarsáttmála, og fyrsta Brussel-lota á að hefjast í maímánuði.

Það er kannski ágætt að þetta segi Samfylkingarmaður utan þings: Flokkurinn myndar einfaldlega ekki ríkisstjórn án þess að ganga frá Evrópumálunum. Og það veit VG.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (43)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og tveimur? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur