Miðvikudagur 30.12.2009 - 23:26 - 15 ummæli

Skrýtið

Þá er Icesave loksins búið við Austurvöll, og kominn tími til. Siðasta upphlaupið, þegar bresk lögfræðistofa tók að sér verkstjórn á alþingi Íslendinga, var algerlega viðeigandi ömurleg.

Í atkvæðagreiðslunum í kvöld bar hvað mest á lýðræðisást þeirra sem hér sátu við völd í sextán ár án þess að sýna nokkurntíma vilja til annars en að berja í gegnum þingið allt sem Davíð og Halldóri datt í hug. Núna allt í einu átti að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu – um mál sem þeir höfðu tapað á þinginu.

Gegn slíkri atkvæðagreiðslu um mál einsog Icesave mæla auðvitað ýmis sterk rök, formleg og tæknileg og málefnaleg. Samt var ég veikur fyrir þessu, að gera út um málið í almennri kosningu. Þá hefði meirihluti þjóðarinnar tekið á sig ábyrgð á niðurstöðunni, hver sem hún hefði orðið, sem einmitt hér var vel við hæfi.

Skrýtið: Hinir miklu áhugamenn um þjóðaratkvæði  í desember höfðu engan áhuga á þjóðaratkvæðagreiðslu þegar sama mál var afgreitt á þinginu í haust! Ekki einusinni þeir sem þá greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, Framsókn og þáverandi Borgarar, og ekki þeir sem þá sátu hjá, nefnilega Sjálfstæðisflokkurinn. Engin tillaga var flutt um þjóðaratkvæðagreiðslu í lok ágúst – þrátt fyrir allan þennan ágreining!

Veit ég vel að þá voru inni bjartsýnisfyrirvararnir miklu, sem þegar var ljóst að ekki stæðust. Þeir marglofuðu fyrirvarar voru samt ekki nógu góðir fyrir stjórnarandstöðuna þá til að taka ábyrgð á málinu – en þó nógu góðir til að láta þjóðina eiga sig?

En auðvitað þýðir ekki að biðja þessa menn um að vera sjálfum sér samkvæmir …

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (15)

  • Jóhann Gunnar

    Hverju skiptir áhugi sjálfstæðismanna og framsóknar á þjóðaratkvæði? Hvernig væri að rifja upp orð Steingríms árið 2003. Viðbjóðslegur hræsnaraskapur í gangi. Reyna benda á sjálfstæðis og framsóknarmenn. ÞJOÐIN BJOST VIÐ BETRA FRA YKKUR!

    Allavega sumir.

    „Stundum heyrist að vísu einstaka hjáróma rödd um að sum mál séu svo flókin að þau henti ekki í þjóðaratkvæði. Það er einhver allra ömurlegasti málflutningur sem ég heyri. Menn geta alveg eins haft ónefnd orð um gáfnafar þjóðarinnar, og það ætla ég a.m.k. ekki að gera.“ Steingrímur J. Sigfússon 4. mars 2003.

    Lygari og aftur lygari. Þar höfum við Steingrím J.

  • Frábær niðurstaða fyrir þjóð vora.
    Ekki hefði verið betra að fá yfir sig Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn aftur.

  • Björn Gunnlaugsson

    Alveg sprenghlægilegt hvað þessir valdasjúku fasistar öðlast skyndilega áhuga á þjóðaratkvæðagreiðslum um alla skapaða hluti (ESB í sumar?) um leið og þeir eru ekki við völd.

  • Í ummælum Þórs hér að ofan kristalliserast málið.

    Icesave varð að fara í gegnum þingið til þess að Vg og Sf héldu völdum!!!

    Basta

    Hagur stjórnarflokkanna vegur þyngra en hagur þjóðarinnar!!

    Og komment Jóhanns Gunnars eru eftirtektarverð.

    Fröðlegt væri að heyra Steingrím Joð skýra þau við tækifæri.

  • Nú veður allt vitlaust! Bylting!!!

  • það eru allir hræsnarar í þessu máli…það er enginn sem kemur sér undan því..

  • Loksins lokið? Þú hlýtur að vera að grínast Mörður. Nú fyrst er þett að byrja. 40.000 skattgreiðendur borga á næsta ári alla sína skatta í þessa hít!

  • Sigurður Helgason

    Fjórflokkarnir og þar á meðal þú mörður og handónýt stjórnsýsla eru búin að takast að eyðileggja áhuga ungs fólks að búa hér á landi um ókomna tíð.

    Þið eruð svo mikið í skítnum í spillingu og óheiðarleika að hugsandi fólk er búið að fá nóg.

    Ég óska þér alls ills. Farðu til fjandans þú auma helvíti

  • Linda Vilhjálmsdóttir

    hugsandi fólk talar ekki svona – jafnvel ekki í athugasemdum við bloggfærslur.

  • Þegar menn eru milli steins og sleggju (sigla mili skers og báru) eru engir góðir kostir. Þá þýðir ekki að ærast yfir róðri þeirra sem róa lífróðri heldur er hollara að muna hver kom mönnum í þessa stöðu, sváfu á vaktinni.

    Mér finnst málið allt minna á Gamla sáttmála (1261-4) sem kom í lok sundurþykknis. Þjóðin glataði sjálfstæði sínu, en hélt þó stjórnmálaelítan völdum og réði innri málum landsins.

    Við döðruðum við skefjalausa markaðshyggju og köld hönd hennar sló okkur í rot. Ég vona að við náum að draga þau til einhverrar ábyrgðar sem komu okkur á þennan stað.

  • Talandi um að vera sjálfum sér samkvæmur.

    Undafarna mánuði hefur ríkisstjórnin sýnt sitt rétta andlit og komið grímulaust fram á sjónarsviðið. Okkur vinstra fólki er vægast sagt brugðið. Svikin blasa við alls staðar. Öllu var lofað en EKKERT er efnt.
    Okkur er ljóst að við höfum verið svikin. Og ekki bara við vinstra fólkið í landinu. Nei – allur málstaðurinn hefur verið svikin. Það svíður.

    Hér er ekkert nýtt að gerast og hér á ekkert nýtt að gerast.
    Við gætum alveg eins verið með sjálfstæðis og framsóknarflokkinn.
    Hér er engin skjaldborg, ekkert uppá borðum, sama fólkið situr í stjórnum bankanna, sama fólkið fær feitustu bitlingana, sama fólkið fær bestu störfin og sama fólkið fær hæstu launin.
    Sama fólkið leggst í kennitöluflakk í boði bankanna „okkar“.
    Sama fólkið fær bestu viðskiptatækifærin,
    sama fólkið fær skattaívilnanirnar,
    sama fólkið fær enn bestu lánin og bestu kjörin.

    Sama fólkið er í ríkisstjórn – bara með ný nöfn.

    Talandi um að vera sjálfum sér samkvæmur.

    Þú mátt skammast þín.

  • 2 þingmenn Samfylkingar lugu í ræðustól í gær. Ólína þorðavarðardóttir og Orri . Þau sögðu að upphæðin væri 200 milljarðar sem þjóðin mundi bera vegna Icesave. Þetta er hrein og klár lýgi.
    Engin hefur séð eignasafnið og fólk veit þess vegna ekkert hversu há upphæðin verður.

    Þið megið skammast ykkar og við sem vorum í búsáhaldarbyltingunni og ekki boðar af ungliðahreyfingum flokkanna, erum svikin,

    Þið sem eruð í pólitík i dag eruð vesalingar

  • Sverrir Agnarsson

    Mörður þetta er rétt fullyrðing en ekki í samhengi. Hvenær sýndu skoðanakannanir að 70% landsmann væru ósamálla þingmönnum.

    Ekki einu sinni í Kárhnjúkamálinu, kanski ekki málið, þeir hefðu samt vaðið yfir okkur.

    En 45.000 undirskriftir hafa aldrei sést áður og það er mergur málsins ekki afstaðan til Icesave.

    Afhverju að hunsa þjóðina á þennan hátt?

    Það er ógeðfellt!

  • Það væri hið besta mál að Ólafur skrifaði ekki undir og léti fyrri lög standa. Best væri bara að lánalínum til Íslands væri algerlega lokað. Þessi ríkisstjórn hefur sýnt það að almenningur á að bera skell af hverju einasta láni á meðan fyrirtæki mafíunnar leggjast í kennitöluflakk í boði OG AÐ beiðni bankanna „okkar“ til að vera hreinsaðir af skuldum sínum.
    Þær leggjast svo með ofurkrafti á almenning sem hírist í tjaldborginni.

    Ekki meiri lán gott fólk gæti því þýtt að þetta lið fær ekki meiri spilapeninga, sem væri auðvitað hið besta mál.
    Þjóðin er komin með upp í kok af þessari „vinstri“ stjórn. Stjórn sem ekkert stendur við, lýgur, svíkur og rænir. Hún hefur verið dyggur nemandi frjálshyggjunnar.

    Við þurfum greinilega þjóðstjórn – ÞETTA skoffín er ekki boðlegt.

  • Mörður til hamingju með Steingrím, Svavar, Indriða, Jón B, Össur, Jóhönnu, og ekki má gleyma Ólafi R. Eru þau sjálfum sér samkvæm ? hvaða stjórn er þetta.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sex? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur