Sannarlega fróðlegt að heyra í Norðmönnum á fundi utanríkismálanefndar að segja frá stóru skýrslunni um reynslua af aðild Noregs að EES – núna í maí verða liðnir heilir tveir áratugir síðan samningarnir um Efnahagssvæði Evrópu voru undirritaðir í Óportó (sjá JBH hér í góðum hópi!) og þessir samningar hafa sannarlega reynst vel þeim þjóðum sem enn teljast Efta-megin borðs, okkur, Norðmönnum og Liechtensteinurum.
Ein af helstu niðurstöðum norsku skýrslunnar – sem er uppá níu hundruð síður – eru auðvitað að þrátt fyrir kosti EES-aðildarinnar séu Norðmenn í afar sérstakri stöðu gagnvart lögum og regluverki ESB. Þar kemur fram hinn frægi lýðræðishalli Eftaríkjanna, það verð sem þau þurfa að greiða fyrir að vera í senn innan Evrópusambandsins og utan. Taka við 75–80% allrar löggjafar Evrópusambandsins en hafa ekki sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar.
Kemur ekki á óvart hjá Norðmönnunum því þetta höfum við rætt um lengi hér – og vitum að lýðræðishallinn eykst í sífellu, því EES-samstarfið hefur orðið miklu nánara en gert var ráð fyrir í upphafi, og breytingar innan Evrópusambandsins einnig dregið úr möguleikum Eftaþjóðanna á áhrifum, svosem síaukin völd Evrópuþingsins.
Hafði hinsvegar ekki heyrt áður samlíkinguna sem Norðmenn fundu helsta í leit sinni að fordæmum um heiminn (nmgr. við kafla 13.1):
Det internasjonale eksemplet som i dag kanskje kommer nærmest er den tilknytningsformen som Puerto Rico har til USA, der man bl.a. overtar all føderal lovgivning, men ikke formelt er en del av USA og ikke har stemmerett.
Nefnilega Púertó Ríkó – sem ekkert hefur að segja um lagasetningu í Bandaríkjunum en tekur við öllum alríkislögum þeirra.
Manni bregður aðeins – þótt Púertó Ríkó sé sem betur fer ekki Ísland, hvað þá Noregur, og Bandaríkin sem betur fer ekki Evrópusambandið.
Ábendingin er holl. Til lengdar eru bara til tvær leiðir í spursmálinu um EES: Annaðhvort inn í Evrópusambandið reistu höfði og hafa þar þau áhrif sem hægt er og á þeim sviðum sem við þurfum, einsog við Evrópusinnar leggjum til – eða út úr öllu saman, sem enginn í íslenskri pólitík hefur ennþá verið nógu hugaður til að viðurkenna að hann vilji og ennþá síður nokkur svo djarfur að segja okkur hvar mundi enda.
Norska skýrslan hér: Öll á norsku, fyrsti kaflinn á ensku, yfirlit á íslensku.
Það hlýtur að vera slíkri brekku að gáfum og Merði, sífelld vonbrigði og hreint undrunaraefni; að 60-70% Norðmanna skuli ekki sjá ESB ljósið?!
Halldór, almenningur í Noregi er í þeirri öfundsverðu stöðu fyrir utan að búa í ríkasta landi Evrópu að vera við hliðina á ESB landinu Svíþjóð og geta skroppið þangað til að njóta neysluvarnings á miklu betri kjörum. Með allt þetta hvers vegna myndi almenningur í Noregi vilja breyta til?
Mörður, við inngöngu í ESB yrði Ísland Puerto Rico norðursins.
Þar að auki fengju ca. 200-300 Samfylkingar-legátur feit embætti í Brussel á skattfrjálsum launum sem næmu ca. 100.000 – 150.000 Eur á ári, auk þess að vera í eilífum kokteilboðum og ferðarlögum vítt og breytt um álfuna.
Við hér á landi mættum láta okkur nægja laun sem væru um 2.200 Eur á mánuði FYRIR skatta, á meðan meðallaun í t.d. Þýskalandi eru um 4.400 Eur á mánuði.
Slæm skipti þetta fyrir okkur Íslendinga sem við látum aldrei bjóða okkur upp á til að þóknast ykkur í Samfylkingunni.
Eríkur, Nei. Þetta er rangt hjá þér. Við aðild að Evrópusambandinu fengum við sæti við borðið, og mundum eitthvað hafa um ákvarðanir Evrópusambandsins að segja.
Slíkt mundi reyndar reynast Norðmönnum afskaplega illa. Þar sem þá væru íslendingar komnir með allt Evrópusambandið á bak við sig. Ég veit ekki hvað Lichtenstein mundi gera, þar sem það er ekki hæft til þess að ganga í Evrópusambandið með núvernadi stjórnskipan.