Málþóf um fjárlög – í fyrsta sinn í Íslandssögunni – hélt áfram fram yfir óttu, og töluðu í gærkvöld og nótt eingöngu Sjálfstæísmenn og Framsóknarmenn, mest allar Einar K. Guðfinnsson sem hélt samtals 9 ræður. Ásbjörn Óttarsson útgerðarmaðru hefur þó talað allra manna mest, 13 sinnum. Hann var spurður snemma kvölds hvort von væri á breytingartillögum frá Sjálfstæðisflokknum við fjárlagafrumvarpið – og svaraði því til að þeir hygðust skoða málið við 3. umræðu. Nú stendur hinsvegar yfir 2. umræða, án breytingartillagna frá flokknum.
Alls hafa talað 29 þingmenn við þessa fjárlagaumræðu: Tveir úr VG, þrír úr Samfylkingunni, einn úr Hreyfingunni, Lilja Mósesdóttir, einir 7 Framsóknarmenn, og svo 15 úr Sjálfstæðisflokknum, af 16, allir nema Jón Gunnarsson, sem er í útlöndum, og Ólöf Nordal sem er í fríi.
Þingmenn VG hafa flutt 3 ræður, þingmenn Samfylkingarinnar einnig 3, þingmenn Framsóknarfloksins 17 ræður, og þingmenn Sjálfstæðisflokksins 84 ræður. Staða efstu manna í keppnini Ræðukóngur um fjárlög íslenska ríkisins:
Ásbjörn Óttarsson 13 ræður
Einar K. Guðfinnsson 9 ræður
Birgir Ármannsson, Illugi Gunnarsson, Pétur H. Blöndal, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 8 ræður
Unnur Brá Konráðsdóttir 7 ræður
Ragnheiður Ríkharðsdóttir 6 ræður
Þá eru ótalin öll andsvörin þar sem samherjar láta móðan mása – meira seinna um þá göfugu íþrótt.
Mörður bless, bless….. þú ert á leið útaf þingii og munt aldrei koma þangað aftur sem betur fer fyrir þjóðina.
Gott hjá þér Mörður að skrifa um þenna málþófs-ósóma líka
Guð blessi samkuntuna á líttvirtu alþingi
Ekkert skrýtið , 5-10% traust almennings, nær enda þessi fíflalæti…….
Þessi fjárlög eru kjaftæði. Þau ber að stoppa með öllum tiltækum ráðum. Eyðslufyllerí á kosningári er eitt það ábyrgðalausasta sem hægt er að gera á þessum tímapunkti. Það verður að stoppa efnahagsterroristana í ríkisstjórninni.
10klst 8min og 33sek Segir þetta þér eitthvað Mörður? Til upprifjunar þá er þetta sá tími sem Jóhanna Sigurðardóttir talaði um húsnæðismál 1998. Og ég er viss um að hún hefur marg endurtekið sig enda með lélegri ræðumönnum sem fyrir finnast.3klst 46min og 11sek ræðutími Marðar Árnasonar um vatnalög 2006 . Þið smfylkingarfólk ættuð allra síst að tala um málþóf heldur ættuð þið að fara á námskeið þar sem fólki er kennt að skammast sín.
Fjárlögin eru galin.
Það er kjarni málsins.
Fréttirnar eru auðvitað þær að 5 stjórnarþingmenn hafa eitthvað til málana að leggja. Er það ekki galið?
Mörður afhverju beittir þú málþófi um Vatnalögin á sínum tíma? afhverju sættir þú þig ekki bara við ákvarðanir „réttkjörina stjórnvalda“ og hélst bara kjafti í umræðum um Vatnalögin? Getur það verið að svarið sé það sama og gildir um málþóf í dag? Getur verið að þú sért bara einfaldur hræsnari sem vilt að um aðra gildi reglur sem þú vilt ekki sjálfur fara eftir?
Sjálfstæðisflokkurinn er þjóðarskömm. Hvenær ætlar hann að hætta að vinna níðingsverk á þjóðinni?
Er ekki Mörður ágætt ef þetta einstaka málþóf sem núna á sér stað sé bara tekið aðeins út fyrir svigan og menn fari bara að tala um málþóf almennt. Sjallarnir fundu þetta ekkert upp og hafa alls ekki verið verstir í þessu, þegar þið voruð með málþóf á sínum tíma þá töldu sjallarnir þetta verulega ólýðræðislega aðferð en þið töluðuð um þetta sem eina vopn minnihluta til að stöðva „slæm“ mál, núna hefur dæmið snúist við og sjallat telja málþóf eðlilegt en þið talið um þetta eins og þetta sé aðför að lýðræðinu.
Veltu þessu aðeins fyrir þér og reyndu svo að svara spuningunni af hverju þinn vinnustaður nýtur svo lítils traust sem raun ber vitni.
Fannar og Sigurður Ingi — Ég skýri þetta að hluta til í pistlinum. Engin rök ámóta hafa komið fam um fjárlagamálþófið, sem er einstakt. Af hverju er það einstakt? Vegna þess að tafir á fjárlögum setja grundvöll almannavaldsins og almannaþjónustunnar á hliðina.
Ég er vissulega sekur um þátttöku í málþófi — kannast fullkomlega við það, og hef verið hugsi yfir þessari aðferð. Þetta var reyndar að því leyti skárra fyrir breytingarnar að þá var endir á málþófi. Menn máttu tala eins lengi og þeim sýndist en ræðufjöldi var takmarkaður, þannig að þegar allir höfðu talað tvisvar eða þrisvar var málþófinu lokið. Núna má tala endalaust, og það eru Sjálfstæðisflokksmenn einmitt að gera, um sjálf fjárlögin.
Mörður,
Þú veist að þið getið stoppað þetta ef þið viljið? Þú hefur vonandi heyrt umræðuna um hvernig þingheimur getur stoppað þetta?
En mig grunar að ástæðan fyrir því að þið viljið ekki fara þá leið er að þið viljið ekki gefa fordæmið á að stoppa málþóf. Þá líklegast vegna þess að þið viljið getað notað það næst í stjórnarandstöðu.
Og ef svo er, þá er allt væl útaf málþófi (sama hversu óvenjulegt það er) marklaust blaður sem mætti flokka undir „political spin“.
/Logi
Það er krafa sem þjóðin gerir til sinna lýðræðislega kjörnu fulltrúa að þeir tjái sig um mikilvæg mál eins og fjárlagafrumvarpið er.
Ekki ætla ég að saka stjórnaliða um að vera duglega um að tjá sig um fjárlagafrumvarpið og verða þeir að eiga það við sjálfan sig.
Það er einnig háalvarlegt mál að reyna að hinda lýðræðislega umræðum með hræðsluáróðri og uppákoman 30.11 verður vart til auka virðingu þeirra þingmanna sem þar áttu í hlut.
Nei það stenst enga skoðun að hér sé um málþóf að ræða hér eru aðeins kjörnir fulltrúar að tjá sig um mjög alvarlegt mál.
En það rétt að vera jákvæður það eru þingkosningar í apríl – og ríkisstjórnn er fallin og tími Jóhönnu liðinn reyndar fyrir löngu.
Jæja Mörður blaðamaður er það svo. Eru bara engin rök eða málefni komin fram um að betur mætti fara í gerð fjárlaga hér á landi í þessari umræðu?
Ertu alveg viss? Hefuru setið allan tíman á meðan rætt er og hlustað á ræður þeirra þingmanna sem stíga í pontu? eða hefuru bara farið heim og hundsað alfarið allar ábendingar og öll varnarorð annarra því þau koma frá „óvininum“, stjórnarandstöðunni. því það má ekki taka mark á neinu sem ekki kemur frá Ráðaneytunum.
Ef stjórnarandstaðan kemur með breytingar á fjárlögunum, þe. leggur vinnu í að endurskoða það sem starfsmenn ráðaneytanna hafa ákveðið, skiptir það þá einhverju máli? hvað hafa mörg mál frá stjórnarandstöðunni komist í gegnum nálaraugað á þessu þingi? ertu persónulega á móti öllum þeim málefnum sem stjórnarandstaðan hefur komið með eða ertu bara móti því það eru ekki réttu mennirnir sem koma með málin?
þú einfaldlega metur þín rök og þínar skoðanir ofar en skoðanir og rök annarra. þeir sem ekki eru sammála þér eru einfaldlega rökþrota og ómálefnalegir. „nei víst ég hef rétt fyrir mér þú veist ekki neitt“ rök sem maður á ekki að þurfa að fylgjast með frá kjörnum fulltrúum á Alþingi.
og eitt að lokum. Ef þú hefur nú rétt fyrir þér og þetta eru svona ómálefnalegar umræður og röklausar með öllu eins og þú heldur fram. afhverju stoppar þú og 8 aðrir þingmenn þær ekki? þið hafið vald til þess. ber þér ekki skylda til þess að stoppa málþófið ef svo er í pottin búið?
Verst að Mörður skyldi ekki áræða að taka þátt í umræðu um fjárlögin.
Hann hefði þá getað sagt fólkinu í landinu hvers vegna það er honum kappsmál að hækka verðtryggð lán þess með hækkunum á ýmsum gjöldum.
Sem dæmi má nefna að tóbaksfasisminnn skilar einum milljarði í ríkissjóð en hækkar lán almennings um þrjá milljarða.
Þrjá milljarða!
Og þá eru talin mörg önnur gjöld eins og t.d. áfengisgjaldið sem nú þegar hefur getið af sér stóraukna glæpastarfsemi, smyg og heimabrugg.
Eldsneytisgjaldið osfrv. osfrv.
Allt er þetta beint inn í verðtryggð lán landsmanna.
Hvers vegna er það þingmanninum kappsmál að rýra kjör almennings?
Fulltrúi hverra er þessi þingmaður?
Mörður er bara fulltrúi sjálfs síns. Alveg örugglega ekki fólksins í landinu.
Sennilega hefði Mörður ekki átt að skrifa þennan heimska pistil.