Föstudagur 22.05.2015 - 09:37 - 5 ummæli

Fagmenn þegar þeir eru sammála okkur

Haustið 2012 héldu frekikallarnir því fram að rammatillaga Svandísar umhverfisráðherra og Oddnýjar iðnaðarráðherra fyrir þingið hefði verið búin til með baktjaldamakki og að á henni væru skítug pólitísk fingraför. Það ætti að láta fagmennina ráða.

Ferillinn þá var þannig (hófst áður en rammalögin sjálf voru sett) að hópur sem í voru formenn faghópa og formaður verkefnisstjórnar gekk frá tillögudrögum til ráðherra. Þau drög fóru svo í almennt umsagnarferli, og að því loknu gekk umhverfisráðherra (Svandís) frá rammatillögunni til þingsins í samráði við iðnaðarráðherrann (Katrínu Júl., seinna Oddnýju). Breytingarnar frá tillögu formannahópsins voru þær – sem frægt er orðið – að sex (eða fimm) kostir/svæði í tveimur landshlutum voru nú í biðflokki en áður í orkunýtingarflokki. Forsendurnar voru upplýsingarskortur, annarsvegar um laxagengd, hinsvegar um þjóðgarðsmörk.

Þetta var í samræmi við lögin sem mæla fyrir um að ráðherrar taki mark á umsagnarferlinu við mótun lokatillögunnar. Að öllu öðru leyti fylgdu ráðherrarnir niðurstöðum formannahópsins. En gleymum því snöggvast – Svandís og Oddný voru jú ráðherrarnir sem sjá um pólitíkina. Formenn faghópa og verkefnisstjórnar — þeir eru þá væntanlega fagmennirnir sem á að taka mark á.

Norðlingaalda hvað sem það kostar 

Ein tillaga formannahópsins um svæði/kost í verndarflokk – ekki í bið heldur í vernd – vakti sérstaka athygli: Norðlingaölduveita. Vegna þess að þarmeð héldu menn að væri búið í eitt skipti fyrir öll að bjarga Þjórsárverum. Og þessi tillaga var ein af þeim rúmlega sextíu sem fór óbreytt í þingmálið.

Hljóta þá ekki stuðningsmenn hinna faglegu vinnubragða að hafa sætt sig við þetta?

Bjarni Benediktsson á flokksráðsfundi í Valhöll 17. mars 2012, eftir tillögudrög formannahópsins, löngu fyrir tillögu ráðherra, og vísaði sérstaklega til Þjórsárvera (nánar hér):

… öfgamenn í umhverfismálum eru hreinlega að taka orkumál á Íslandi – og þar með verðmætasköpun til langrar framtíðar – í gíslingu. Um það getur aldrei tekist nein sátt!

Og Jón Gunnarsson sá sérstaka ástæðu til að mótmæla tillögunni um Norðlingaölduveitu í verndarflokk þótt hún væri komin frá fagmönnunum. Hann vissi betur en þeir að þessi framkvæmd skemmir alls ekki Þjórsárver og svo sé búið „að finna lausn á því að halda vatnsmagni á fossakerfi svæðisins frá vori fram á haust, eða þegar fólk getur verið þar á ferð til að njóta náttúrunnar“ (viðtal í Mogga, hér). Þessir formenn í faghópunum voru víst bara að rugla því það var löngu búið að

… mæta öllum helstu viðmiðunum sem voru um Norðlingaölduveitu með góðum árangri og friða Þjórsá gagnvart þessum framkvæmdum.

Ergó: Bjarni og Jón telja fagmennina fína þegar niðurstaða fagmannanna er í flútti við skoðanir  Jóns og Bjarna. Fagmenn sem halda einhverju því fram sem ekki er í samræmi við fyrirætlanir Bjarna og Jóns, þeir fagmenn eru hinsvegar barasta:

öfgamenn í umhverfismálum

Það kemur þessvegna ekki á óvart að nú eigi að láta þingið afgreiða virkjanatillögu þvert á alla fagmennsku í verkefnisstjórninni og í lögum nr. 48/21011.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • kristinn geir st. briem

    kemur á óvart ekki minst á framsókn enda fáir eftir. um áhvörðun oddníar svandísar foru atugasemdir sem í nokkrum tilfellum voru samhljóða setar aftur inní verkefnastjórn of svo hefur verið eru eðlileg vinnubrögð en ef ráðuneitið hefur áhveðið breitíngarnar. er það sami gjörníngur og jón gunnarsson framhvæmir. og er því jafn ólöglegur. pólutísk afskipti eru pólutískt afskipti hvort sem pólutíkin er til vinstri eða hægri

  • Hvað sem líður pólutíkinni — þá var fyrri ,pólitíkin’ að bíða og afla meiri upplýsinga, en ,pólitíkin’ núna er að vaða í virkjanir án þess að afla upplýsinga.

  • Haustið 2102?

    Aldeilis ertu langt á undan okkur, Mörður 🙂

  • 😉 — já, kannski verða menn enn að rífast um þetta á þinginu haustið 2102! Leiðrétti þetta, takk.

  • kristinn geir st. briem

    blessuð pólutíkin verst að þó menn hafi verið leingi á þíngi læra menn lítið. mér var kent að gera mistökin bara einu sinni. en það er greinilega að þíngmenn hafi aðra kennara. en að afla nýrra upplysinga. það skiptir máli svandís og oddní bar að leggja þessar athugasemdir fyrir nemdina um rammaáætlun, en ekki að taka sjálfar áhvörðunina um að setja þær í bið þær í bið, að mati nemdarinar var neðri þjórsá full ransökuð.og mátti fara í nýtíngu. að fara í nítíngu er ekki það sama og virkjun það er heilmikil vinna eftir. síðan gétum við spekulerað um hvort þessi nemd sé hlutlaus þar sem oppinberir aðilar eru í meirhluta skipaðir af ráðherrum.og svetarfélögum

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sex? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur