Ólafur Ragnar Grímsson færir enn út völd sín sem forseti Íslands. Hann telur sig hafa til þess skýrt umboð eftir tvennar kosningar, annarsvegar forsetakosningarnar í fyrra og hinsvegar alþingiskosningarnar í vor þar sem óskakandídat forsetans vann góðan sigur og hefur nú myndað ríkisstjórn í umboði og eftir tilmælum Ólafs Ragnars. Við bætist að ekki tókst […]
Forstjóri Toyota er í batafýlu, alveg einsog Morgunblaðið og formenn hrunflokkanna: … telur batann í hagkerfinu ekkert hafa með verk ríkisstjórnarinnar að gera. Útflutningsgreinarnar haldi hagkerfinu gangandi og aðrir reyni að hoppa á vagninn. Nú er ekki hægt að komast hjá því lengur að viðurkenna batann í hagkerfinu, enda eru allar vísbendingar á sama róli. En […]
Árni Páll átti kollgátuna spurður um Evrópusambands-sinueldinn í pólitíkinni: Þeir ættu ekki að henda plani A sem ekki hafa plan B. Er hvenær sem er til í umræðu um kosti og galla ESB-aðildar, almennt og sérstaklega – þótt mér finnist eðlilegast að við hinkrum með djúp-umræðuna þangað til komin eru samningsdrög. Á móti verða ESB-andstæðingar, […]