Mánudagur 07.12.2009 - 13:08 - FB ummæli ()

Bólusetning gegn algengasta heilsuvanda ísl. barna?

Sýklalyfjanotkun barna undir 5 ára aldri er mikil hér á landi og um helmingi meiri en í öðrum aldurshópum. Hún hefur auk þess aukist um allt að 30% á sl. 10 árum á sama tíma og verulega hefur dregið úr henni víða erlendis. Meirihluti sýklalyfjanotkunar barna er vegna eyrnabólgu sem er jafnframt algengasta ástæða barna að koma til læknis. http://www.visir.is/article/2009721974460 og http://epaper.visir.is/media/200911140000/pdf_online/1_1.pdf

Nú eru rúmlega 12 ár síðan fyrst var greint frá þeim möguleika í Morgunblaðinu (26. okt 1997) að hugsanlega mætti bólusetja gegn flestum miðeyrnabólgum en þá voru fyrstu rannsóknir á bóluefnunum að hefjast erlendis. Nú hafa rannsóknirnar og reyndslan af bóluefnunum að þetta orðið að raunhæfum möguleika.

Sl. ár hefur víða erlendis verið bólusett gegn algengustu stofnum svonefnds pneumókokks (streptococcus pneumoniae) sem er sú baktería sem m.a. valdur flestum miðeyrnabólgum barna. Þetta er þó aðallega gert til að koma í veg fyrir alvarlegar sýkingar svo sem blóðeitrun og heilahimnubólgu af völdum þessarra baktería. Þannig hefur tekist að fækka alvarlegum sýkingum af völdum þeirra um meira en 80% þar sem bóluefnið hefur verið tekið inn í reglubundnar ungbarnabólusetningar og algengi sýklalyfjameðferða við meiðeyrnabólgum hefur minnkað um allt að 40%. Því er til mikils að vinna, sérstaklega þar sem eyrnabólga er óvíða meðhöndluð jafn oft með sýklalyfjum og hér á landi og hljóðhimnurörísetningar eru hvergi algengari en upp undir þriðjungur allra barna fær slík rör. Mikill sparnaður hefur áunnist í þeim löndum þar sem bólusetningar hafa verið teknar upp og því má ætla að sparnaðurinn verði enn meiri hér á landi. Hræðsla vegna sýkinga almennt meðal barna mun væntanlega minnka og þar með ásókn í sýklalyfjameðferð. Minni sýklalyfjanotkun hefur ótvíræða kosti gagnvart hratt vaxandi sýklalyfjaónæmi allra helstu sýkingavaldanna sl. ára og sem þegar er orðið að stóru og alvarlegu heilbrigðisvandamáli hér á landi.
Eldri kynslóðir njóta einnig ávinnings vegna hjarðónæmis, þ.e. minni smithættu á sýklalyfjaónæmum bakteríum frá börnum, en um þriðjungur barna bera sýklalyfjaónæma pneumókokka eftir hvern sýklalyfjakúr. Þjóðhagslegur ávinningur gæti því orðið mikill fyrir utan að skapa betri lífsgæði barna. Boltinn er nú hjá heilbrigðisyfirvöldum en sóttvarnarlæknir hefur m.a. mælt með að þessi bólusetning verði tekin upp hér á landi sem fyrst http://landlaeknir.is/Pages/1055?NewsID=2056 . Málið var til umfjöllunar á fræðadögum heilsugæslunnar 26-27.nóvember sl. ásamt kynningu nýjum klínískum leiðbeiningum Landlæknis um hvænær rétt sé að bíða með sýklalyfjagjöf við efri loftvegasýkingum og nýjum greiningarmöguleikum á miðeyrnabólgum barna, sjá nánar á http://heilsugaeslan.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=4421 og http://innri.heilsugaeslan.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=4420

Flokkar: Óflokkað · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag · Tölvur og tækni

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn