Miðvikudagur 10.02.2010 - 22:46 - FB ummæli ()

Er heilsugæslan afgangsstærð?

Á tímum mikils sparnaðar í ríkisútgjöldum hafa jafnvel vaknað upp þær hugmyndir að leggja megi grunnþjónustu heilsugæslunnar niður t.d. á kvöldin og um helgar. Svo má allavega skilja þegar vaktir heilsugæslunnar á Suðurnesjum eru til umræðu en vaktir eru óaðskiljanlegur hluti heilsugæsluþjónustunnar. Reyndar held ég að þar sé verið að tefla fram peði til að kalla eftir meira heildarfjármagni til sjálfrar stofnunarinnar, Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Heilsugæsluþjónustan sjálf stendur fyrir á brauðfótum og hefur svo verið um árabil, aðallega vegna undirmönnunar og stóran hluta eðl. dagþjónustu orðið að fella undir afkastahvetjandi vaktþjónustu.

Eftir sameiningu Heilsugæslunnar og Sjúkrahúsins í Keflavík, rétt upp úr aldarmótunum, voru aksturskjör heimilislæknanna sagt upp einhliða en sumir þeirra áttu heima í nágranasveitafélögunum, m.a. Reykjavík og Hafnarfirði. Þeir litu svo á að um uppsagnir á ráðningarkjörum þeirra væri að ræða og hættu flestir störfum. Þeir voru sérmenntaðir heilsugæslulæknar og sumir nýkomnir úr löngu sérfræðinámi erlendis. Um árabil hafði Heilsugæslan á Suðurnesjum þá verið rekin af miklum myndarbrag og gæðastjórnun höfð að leiðarljósi. Þar var t.d. orðinn til vísir að göngudeildarþjónustu fyrir sykursjúka og aldraða að frumkvæði heimilislæknanna sjálfra. Því sannaðist síðar þar hið forkveðna „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“

Eftir uppsagnirnar var hins vegar lagt í mikinn kostnað stofnunarinnar við uppbyggingu fullkominna skurðstofa og aðstöðu fyrir aðra sérfræðilækna. En frá uppsögnum heimilislæknanna hefur aðeins verið hægt að halda uppi lágmarksþjónustu í heilsugæslunni, oftast með afleysingarlæknum og unglæknum. Nýtt skipulag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja kæfi þannig sálina í gömlu góðu heilsugæslunni. Nú ofan á allt annað er síðan verið að hóta að leggja vaktþjónustuna niður í sparnaðarsjónarmiði, sennilega til að geta viðhaldið annarri þjónustu frekar sem getur alveg eins átt heima í Reykjavík eins og t.d. fæðinga- og skurðdeildarþjónusta. Sjálf heilsugæslan blæðir hins vegar og almenningur á Suðurnesjum löngu farinn að kalla efir hjálp og leitar í st´roum stíl til höfuðborgarinnar.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn