Þriðjudagur 06.04.2010 - 19:24 - FB ummæli ()

Hærri kostnaður vegna geðlyfja

untitledKvíði og þunglyndi virðist einkennandi hjá þjóðinni á tafla lyfinþeim ögurtímum sem við nú lifum á ef marka má nýjar upplýsingar frá Lyfjadeild Sjúkratrygginga Íslands í morgun (Lyfjakostnaður sjúkratrygginga 2007-2009) og sjá má á meðfylgjandi mynd og töflu.  Áður hef  ég fjallað um þunglyndislyfin og aðrar meðferðir við kvíða og þunglyndi hér á blogginu mínu en nýjar upplýsingar nú um kostnað vegna lyfja eru mjög áhugaverðar. Á myndinni er auðvelt að glöggva sig á samanburði milli ára og milli lyfjaflokka hvað kostnað varðar fyrir ríkið. Þunglyndislyfin hafa þar „yfirburðarstöðu“. Aukning í magni, sem einnig er gerð grein fyrir í skýrslunni, er samt ekki jafn áberandi og ætti því að kalla á róttækar breytingar í lyfjavali þ.e. hvaða sambærileg lyf væri hægt að nota hverju sinni en margfaldur verðmunur getur verið á því einu hver framleiðandinn er. Þarna má örugglega spara eins og í blóðfitulækkandi lyfjum og magalyfjum á sl. árum eins og einnig er gerð glögglega grein fyrir í skýrslunni.

Flokkar: Óflokkað · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn