Í Skagafirðinum í gamla daga var aðeins einn dagur haldinn hátíðlegur á sumrin. Það var 17. júní og þá gjarnan farið í messu og drukkið kakó með rjóma á eftir. Ekki svo að skilja að ég sé svo gamall því eins man ég eftir hefðbundnum hátíðarhöldunum árin á undan í Reykjavík. Einhvern veginn fannst mér samt hátíðlegra í sveitinni enda naut maður í fyrsta skipti frídags sem barn og þess sem var viðhaft á borðum til hátíðarbrigða. Heyskapur var heldur ekki byrjaður og sauðburðurinn rétt búinn. Sumardaginn fyrsta var maður líka búinn að halda upp á með skátunum í skrúðgöngu með fánum og blöðrum rétt áður. Njótum dagsins með börnunum og rifjum upp gamla tíma með þeim. Í kirkjum lansins og fánanum okkar sameinast nútíð og fortíð. Gleðilega hátíð.