Færslur fyrir september, 2010

Fimmtudagur 16.09 2010 - 01:11

Þrjú hjól undir bílnum

En áfram skröltir hann þó, er byrjun sönglagatexta sem allir Íslendingar þekkja og sem gæti verið lýsing á þjóðfélaginu okkar í hnotskurn þessa daganna. Ómar, hinn fyrsti eins og nafnið þýðir lætur hins vegar engan bilbug á sér finna. Hann hefur leitt þjóðina gegnum súrt og sætt með bros á vör í hálfa öld. Í dag er kallinn 70 […]

Sunnudagur 12.09 2010 - 11:17

Túnin í sveitinni

Í dag er rok og rigning. Haustverkin bíða og gera þarf allt klárt fyrir veturinn. Í sveitinni „í gamla daga“ var haldið upp á tímamótin þegar sumarverkunum var lokið, sérstaklega heyskapnum með svokölluðum töðugjöldum. Allir voru ánægðir með sitt ef náðist að heyjast og séð fram á að skepnurnar fengju nóg fyrir veturinn. Þá fengju […]

Laugardagur 11.09 2010 - 09:24

Nýr dagur

Þessa mynd tók ég á leiðinni í vinnuna í gærmorgun í Hafnarfirði. Stór og mikill regnbogi blasti yfir bænum í lengri tíma. Eitt augnablik staldraði maður við og hugsaði með sér hvað væri svona sérstakt við þennan dag. Regnboginn gerði gæfumuninn. E.t.v. hefði verið betra að dagurinn í gær hefði verið í dag. En vonandi […]

Þriðjudagur 07.09 2010 - 14:26

Syngur hver með sínu nefi?

Haustið er komið og haustpestirnar líka. Veturinn er síðan aðaltími pesta og loftvegasýkinga. Um 20% af öllum komum sjúklinga til heilsugæslunnar og vaktþjónustu hennar 2009 var vegna öndunarfærasýkinga (Talnabrunnur Landlæknisembættisins). Um helmingur koma veikra barna til læknis er talin vera vegna miðeyrnabólgu eingöngu. Íslendingar nota mest allra á Norðurlöndunum af sýklalyfjum og hvergi er sýklalyfjaónæmi helstu sýkingarvaldanna meira. […]

Mánudagur 06.09 2010 - 13:17

Englar og djöflar

Séra, Örn Bárður Jónsson gagnrýndi fjölmiðla í útvarpspredikun í útvarpi allra landsmanna í gærmorgun og ásakaði þá um að fara hörðum og ósanngjörnum höndum um málefni kirkjunnar. Talaði hann um einelti og jafnaði umræðu um úrsagnir úr þjóðkirkjunni nú við þá óskastöðu ef kirkjan gæti sagt sig frá fjölmiðlum. Það er með ólíkindum að prestar […]

Sunnudagur 05.09 2010 - 10:23

Helgafellið

Mikið er rætt um trúmál þessa daganna. Mest hefur verið rætt um stjórnunarvanda kirkjunnar og afleiðingarnar á íslenskt þjóðfélag. Minna er rætt um þýðingu trúarinnar. Sennilega höfum við sjaldan verið í meiri þörf fyrir trú en einmitt þessa daganna. En hvað er trú og fyrir hvað stendur trúin? Trúum við á guð eða eitthvað annað? Sumir […]

Miðvikudagur 01.09 2010 - 13:55

Nauðvörn þjóðkirkjunnar

Skoðun Hr. Karls Sigurbjörnssonar núverandi biskups er að ímyndin sem birtist í embættisgjörðum forvera síns, Ólafs Skúlasonar heitins gagnvart fyrrverandi sóknarbörnunum, þurfi ekki að vera svo sköðuð. Beiskleiki hans megi ekki skyggja á björtu stundirnar og gleðiathafnirnar í kirkjunni. Heilögustu stundunum sem almenningur treysti prestinum sínum fyrir. Frá vöggu til grafar, gegnum súrt og sætt. Sunnudagaskólarnir og fermingarundirbúningurinn og […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn