Fimmtudagur 16.09.2010 - 01:11 - FB ummæli ()

Þrjú hjól undir bílnum

omarEn áfram skröltir hann þó, er byrjun sönglagatexta sem allir Íslendingar þekkja og sem gæti verið lýsing á þjóðfélaginu okkar í hnotskurn þessa daganna. Ómar, hinn fyrsti eins og nafnið þýðir lætur hins vegar engan bilbug á sér finna. Hann hefur leitt þjóðina gegnum súrt og sætt með bros á vör í hálfa öld. Í dag er kallinn 70 ára en síungur. Þeir eru fáir einstaklingarnir sem Íslendingar telja sig eiga jafn mikið í og Ómar Ragnarsson. Og þeir eru fáir sem hafa lagt jafnmikla fórnfúsa vinnu til þjóðmálanna, á öllum hugsanlegum sviðum, gegnum tíðina. Öll lögin hans og ekki síður textarnir eru þegar verðmæt þjóðareign. Sama má segja um sjónvarpsþætti hans Stiklurnar. Óbyggðaferð er önnur perla sem í sjálfu sér lýsir Ómari vel enda á ferð og flugi alla daga. Það er ekki á hverjum degi sem maður sér ástæðu til að blogga um náungann. Til hamingju með daginn Ómar.

Ómar Ragnarson er minni kynslóð sérstaklega minnisstæður. Myndin af honum hér að ofan var tekin þegar ég var 8 ára gamall. Það var viðburður að setja vínilplötu á fóninn og hlusta á Ómar flytja lögin sín, aftur og aftur. Hámarkið var þó þegar hann kom fram á barnaskemmtunum um jólin og lék jafnvel sjálfan jólasveininn og síðar þegar hann kom fram á árdögum Sjónvarpsins og lék bara sjálfan sig. Góð skemmtun og allra síst í sjónvarpi var ekki hversdagslegur viðburður í þá daga.

Í seinni tíð er það fréttamaðurinn og hugsjónarmaðurinn Ómar sem náð hefur hugum og hjörtum landans þótt alltaf sé stutt í grínið og eingin árshátíð er betri en þegar hann og vinur okkar beggja, Haukur Heiðar koma fram og skemmta. Stofnun stjórnmálahreyfingar til að berjast fyrir tilvist sjálfrar náttúru Íslands, Íslandshreyfingarinnar varð síðan til á elleftu stundu en því miður of seint fyrir þjóðina að skilja. Hugsjónir Ómars eru í raun persónugerfingur þess Íslands sem vildum hafa séð í dag, eftir á að hyggja.

Ég veit að það þýðir lítið að óska Ómari hvíldar enda ótæmandi orkubrunnur út af fyrir sig en ég geri það nú samt á hans eigin forsendum. Í afmælisgjöf fær hann reyndar óvænt óskaráðstefnu á sjálfan afmælisdaginn Driving Sustainability sem tengist einu af mörgum aðal áhugamálum Ómars sem er endurnýtanleg græn orka sem nota má á bílana okkar í framtíðinni. Mál sem er okkur Íslendingum sérstaklega mikilvægt þessa daganna í hugsanlegri nýsköpun og sem getur komið okkur aftur á stall meðal þjóða.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · Lífstíll · Menning og listir · Tónlist

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn