Fyrst kynin eru tvö, karl og kona, hljóta þau að eiga bæta hvort annað upp. Hlutverkaskiptingin hefur bara ekki alltaf verið á hreinu. En eitt er alveg ljóst að hvorugt kynið getur án hins verið.
Holl eru kvennaráð og það er betra að hafa ykkur með en á móti. Konur axla að öllum jafnaði miklu meiri ábyrgð á heimilislífinu og sennilega þjóðfélaginu öllu. Mér segir svo hugur um að samviskusemin sé ykkur betur ásköpuð en hjá okkur körlunum. Það er verkefni okkar karlana á komandi árum að deila meira með ykkur ábyrgðinni og jafna völdin og kjörin.
Ykkar barátta, sem vinna oftar en ekki með manneskjuna sjálfa, er barátta okkar allra að lokum…
Til hamingju með daginn.