Fimmtudagur 24.02.2011 - 13:20 - FB ummæli ()

Lömbin þagna

Ég hef alltaf litið upp til sauðkindarinnar, ekki síst forystusauðanna og litið á þá sem sanna Íslendinga, í dýraríkinu. Ekki síst ólátaseggina sem leita í kletta og láta ekki segjast eða bara vegrollurnar sem telja grasið alltaf betra hinum megin við veginn. Ekki má gleyma fjallalömbunum sem mergsogið hafa íslenska náttúru. Sauðkindin á þannig ótrúlega mikla samsvörun með okkur Íslandingum og mér þykir vænt um hana.

Mikil umræða átti sér stað sl. haust þegar nokkur sláturhús buðu upp á Halal slátrun en urðu síðan að hætta við vegna viðbragða og mótmæla landans. Í fréttum RÚV í vikunni var sagt frá áhuga tyrkneskra kjötkaupmanna að fá að flytja íslensk fjallalömb á fæti til Tyrklands. Þannig má ráða af framvindunni að þetta sé krókur á móti bragði og að þannig mætti jafnvel komast framhjá íslenskum dýraverndarlögum um slátrun dýra. Sláturaðferð Halal gengur út á að lambið blóðtæmi sig sem best sjálft í slátruninni. Það er rotað og síðan skorið á háls meðan hjartað er látið sjálft um blóðtæminguna um leið og farið er með fórnarbæn til Allha. Í fréttinni er vitnað er til fyrri útflutnings á íslensku fé til Bretlands á 19. öldinni. Fréttin vakti samt upp óþægilegri minningar hjá mér úr Íslandssögunni, einhverja hluta vegna, um atburði sem gerðust tveimur öldum áður. Nánar tiltekið þegar tyrkneskir sjóræningjar tóku Íslendinga í mannsal og sigldu með þá á fæti yfir Atlantshafið.

Fyrir mig sem dýravin og sem lítinn dreng úr sveit á sumrin í gamla daga, skiptir máli hvernig staðið er að aflífun dýra. Nákvæmlega hvar þau eru síðan aflífuð skiptir minna máli ef flutningurinn er þeim samboðin. Það skiptir mig samt máli ef íslensk dýr eru aflífuð erlendis til að komast framhjá íslenskum dýraverndarlögum. Reyndar hef ég líka skoðun á því ef atvinnutækifæri við slátrun og frágang á íslensku kjötini fer forgörðum. Eins að við afsölum okkur í vissum skilningi helsta gæðamerki íslensks landbúnaðar á erlendri grundu, íslenska fjallalambsins, til erlendra aðila. Eitt af því fáa sem við höfum þó getað verið stolt af, ekki síst þegar við bjóðum til samningaborðs, hér á landi sem og erlendis.

Dýrsal á stolti okkar íslendinga er allt annað en kjötútflutningur og hver veit hvað vakir fyrir tyrkneskum kjötkaupmönnum þegar kemur til möguleika á ræktun íslenska kindastofnsins á erlendri grundu? Hver verða því örlög íslensku Halal lambanna eftir allt saman?

Flokkar: Óflokkað · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag · útivist

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn