 Vegan umræðu um að hjálmar séu ekki nauðsynlegir við hjólreiðar er rétt að benda aftur á grein eftir Einar Magnús Magnússon fulltrúa hjá Umferðarstofu í Fréttablaðinu um helgina og þá sérstaklega á tölur (mynd) frá Rannsóknanefnd umferðarslysa sem nær aðeins til slysa sem tilkynnt voru til lögreglu. Flest slys vegna barna sem detta á hjóli eru þarna ekki meðtalin heldur meira umferðarslysin og mjög alvarleg slys sem sérstaklega eru tilkynnt lögreglu.
Vegan umræðu um að hjálmar séu ekki nauðsynlegir við hjólreiðar er rétt að benda aftur á grein eftir Einar Magnús Magnússon fulltrúa hjá Umferðarstofu í Fréttablaðinu um helgina og þá sérstaklega á tölur (mynd) frá Rannsóknanefnd umferðarslysa sem nær aðeins til slysa sem tilkynnt voru til lögreglu. Flest slys vegna barna sem detta á hjóli eru þarna ekki meðtalin heldur meira umferðarslysin og mjög alvarleg slys sem sérstaklega eru tilkynnt lögreglu.
Sem betur fer eru þó flest börn með hjálma þegar þau detta á hjóli, oft á höfuðið og jafnvel brjóta hjálminn. Mörg barnanna sem komið er með á Slysa- og bráðamóttöku hafa fengið heilahristing, sár og mar á andlit auk brákaðra eða brotinna beina. Stundum hefur hlífðarfatnaði verið sárlega ábótavant, jafnvel hafa börnin verið hjálmlaus. Lögregla og barnaverndarnefndir blandast í fæst þessara slysa.

 Vilhjálmur Ari Arason
			Vilhjálmur Ari Arason
			