Mánudagur 14.03.2011 - 13:02 - FB ummæli ()

Vanmetnar tölur vegna hjólaslysa barna

Vegan umræðu um að hjálmar séu ekki nauðsynlegir við hjólreiðar er rétt að benda aftur á grein eftir Einar Magnús Magnússon fulltrúa hjá Umferðarstofu í Fréttablaðinu um helgina og þá sérstaklega á tölur (mynd) frá Rannsóknanefnd umferðarslysa sem nær aðeins til slysa sem tilkynnt voru til lögreglu. Flest slys vegna barna sem detta á hjóli eru þarna ekki meðtalin heldur meira umferðarslysin og mjög alvarleg slys sem sérstaklega eru tilkynnt lögreglu.

Sem betur fer eru þó flest börn með hjálma þegar þau detta á hjóli, oft á höfuðið og jafnvel brjóta hjálminn. Mörg barnanna sem komið er með á Slysa- og bráðamóttöku hafa fengið heilahristing, sár og mar á andlit auk brákaðra eða brotinna beina. Stundum hefur hlífðarfatnaði verið sárlega ábótavant, jafnvel hafa börnin verið hjálmlaus. Lögregla og barnaverndarnefndir blandast í fæst þessara slysa.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Íþróttir · Lífstíll · útivist

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn