Mánudagur 04.04.2011 - 14:04 - FB ummæli ()

Of mikill hraði í þjóðfélagsbreytingum á Íslandi eða erum við bara ofvirk og of trúlaus þjóð?

Vegna umræðu minnar í síðasta pistli um áhrif stress og streitu og viðbragða, m.a. viðtals við mig Í Bítið í morgun finnst mér rétt að taka saman umræðuna sem hefur verið um þessi og tengd mál hér á blogginu mínu. Vonandi einhverjum til betri glöggvunar og skilnings á vandamálinu. Á tímanum sem við nú lifum þegar við vitum jafnvel ekki í hvorn fótinn við eigum að stíga.

Samanburður er sennilega aldrei mikilvægari við fortíðina en einmitt nú og að við fáum svar við spurningum eins og, hvað mega breytingar á þjóðfélagi ganga hratt fyrir sig án þess að grunngildum sé fórnað? Hraði og streita er þannig sennilega undirrót flest þess sem aflaga hefur farið í okkar þjóðfélagi. Og þegar við ráðum ekki lengur við hraðann að þá sköpum við bara okkar eigin leiðir sem því miður hafa orðið okkur oftar en ekki  til skammar. Nema við viðurkennum að Íslendingar séu einfaldlega öðruvísi, hvatvís og ofvirk þjóð sem þurfi þá á hjálp að halda. Svör sem þurfti rannsóknaskýrslu Alþingis og tvo þjóðfundi til að svara og nú stjórnlagaráð og Landsdóm til að úrskurða um.

Sennilega þó eitthvað þarna á milli sem gaman verður að velta fyrir sér næstu misseri og koma með tillögur um hvað betur má fara í þjóðfélaginu og hvernig við ætlum að rækta garðinn okkar í framhaldinu. Sjálfur velti ég líka því fyrir mér hvort vöntun á trú, sé ekki einmitt eitt af því mikilvægasta sem hefur farið forgörðum hjá okkur, enda fátt meira til mótvægis stressi og streitu en innri sálarró sem kemur ekki alltaf af sjálfu sér.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · kirkjan · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn