Föstudagur 02.09.2011 - 13:34 - FB ummæli ()

Erfiðara að sanna það góða en slæma

Sumt er reyndar líka of gott til að vera satt. Gera má samt ráð fyrir að flest gott sé hollt í hófi, a.m.k. ef við treystum bragðlaukunum okkar eins og dýrin gera. Margt af því er samt erfitt að sanna. Um mikilvægi ákveðinna fæðuefna fyrir heilsuna er oft allt of lítið vitað um þótt kenningarnar séu samt margar. Jafnvel um efni sem við teljum ómissandi  hluta af fæðukeðju okkar. Þar má nefna hollustu fisks og omega 3 fitusýra. Rökin þar eru reyndar orðin nokkuð góð og sem lyfjatengdar  rannsóknir hafa gefið okkur hvað mestar upplýsingar um. Eins langtíma þýðisrannsóknir eins og rannsókn Hjartaverndar sem fylgja okkur alltaf eins og skugginn og tengir saman lífhætti okkar og venjur, í þátíð og nútíð.

Um mikilvægi hreyfingar og kjörþyngdar eru reyndar allir sammála um og sem vísindin hafa sannarlega sannað. Ýmislegt látum við hins vegar eftir okkur og jafnvel neytum sem heilbrigðisvísindin af veikum krafti reyna ýmist að sanna eða afsanna að sé gott eða vont, allt eftir fyrirfram gefnum væntingum. Sumt af því sem er hvað best er þó lítil hætta á að við ofnotum eins og gott kampavín og súkkulaðihúðuð jarðaber sem kosta mikinn pening. Neysluvörur sem geta aldrei skipt sköpum, ef við kunnum okkur hóf og sem að lokum geta jafnvel sýnt sig að lokum vera hollar eins og síðustu færslur mínar um áfengið og súkkulaðið fjölluðu um. Sama gildir um margt annað sem við neytum til að gera lífið aðeins skemmtilegra  og sem er ekki síður mikilvægt en líkamleg hollusta. Annað máli gildir um óhófið, mikla drykkju, ofát og ekki síst reykingar þar sem óhollustan er margsönnuð og sem margfaldar dánarlíkur okkar.

En hvaða sannleikslögmál gilda um lyfin sem við flest borgum sameiginlega fyrir að verulegu leiti með sköttunum okkar og sem teljast ekki alltaf nauðsynleg. Lyf sem hafa sannað gildi sitt til fyrir flesta með vísindalegum aðferðum eins og best verður á kosið. Framvirkum klínískum blindum rannsóknum með samanburðarhópi sem tekur lyfleysu. Þegar rándýr lyf koma á markað og mikilvægt er að markaðssetningin heppnist sem best frá byrjun fyrir sem flesta. Lyf gegn algengustu sjúkdómunum sem flestir fá að einhverju marki sem lifa nógu lengi. Meðferð sem við öll borgum og sem réttilega minnkar áhættuna að fá alvarleg sjúkdómseinkenni um allt að helming með stöðugri langtíma lyfjanotkun.

Þetta á til dæmis við um kólesteróllæknandi lyf sem vaxandi hluti þjóðarinnar notar og kosta marga milljarða króna ár hvert fyrir þjóðfélagið. Lyf sem fyrst og fremst í upphafi voru ætluð fólki í sérstökum áhættuhóp með kransæðasjúkdóm og sem sannarlega minnkaði líkur á nýrri kransæðastíflu og hjartadauða um allt að þriðjung. Þegar lyfjarannsóknum var lokið fyrr en ella því það þótti ekki réttlætanlegt að halda rannsóknum áfram af siðfræðilegum ástæðum og ósanngirni gagnvart samanburðarhópum sem fékk bara lyfleysu. Þegar síðan ef betur var að gáð fleiri voru með sjúkdóminn á grunnstigi og gagnaðist hugsanlega meðferð gegn allri æðakölkun.

En hvað annað höfum við gert til að minnka kólesterólið hjá þjóðinni og tíðni æðakölkunar. Hvað með allt feita lambakjötið okkar sem neytendur eru þegar búnir að niðurgreiða með sköttunum sínum eins og lyfin, hvort sem við borðum mikið af kjötinu eða lítið. Feitt kjöt sem getur hækkað kólesterólið okkar og sem með vísindalegum rökum getur stytt líf okkar. Þá er fiskurinn mikið betri og sem væri miklu nær til að niðurgreiða, ef manneldissjónarmið og heilsufarsástæður réðu til að bæta heilsu landans og spara um leið mikinn lyfjakostnað. Eins væri þá nær að niðurgreiða rándýrt grænmeti og ávexti en skatta í staðinn sykurinn og sælgætið (nema fitusnautt súkkulaðið auðvitað). Ef skynsemin bara réði en ekki bara það sem gott er fyrir suma.

Lyfjamarkaðurinn stendur enda vel að vígi þessa daganna og sem framleiðir lyf sem aldrei fyrr til að lækka kólesterólið okkar flestra og sem vissulega hefur sannað hafa gildið sitt með vísindalegum rökum. Líka jafnvel þótt þau hækki ekki góða kólesterólið sem mestu máli skiptir og aðeins hreyfing og gott mataræði gerir. Lyf sem getur dregið úr löngun okkar að gera hlutina sjálf. Lyf sem samt síðan með tíð og tíma hafa getað sýnt fram á að haft „æskilegar langtímaukaverkanir “ .

T.d. eins og kom fram í nýjustu langtímarannsóknum á kólesterolækkandi lyfinu atorvastatin, ASCOT-LLA og sem kynnt var í síðustu viku á Evrópsku hjartalæknaráðstefnunni í París. Nú átta árum eftir að rannsókninni lauk  kom í ljós aukin lifun gegn allt öðrum sjúkdómum en sem lyfin voru upphaflega gefin gegn og sem nemur um 14%. Þessi áhrif höfðu reyndar einnig komið fram í öðrum rannsóknum áður. Þarna eru sennilega fyrst og fremst talin vera um að ræða áhrif statinlyfja gegn afleiðingum og dauðsfalla vegna sýkinga eins og lungnabólgu. Greint er frá þessari athugun á vísindavefnum Medscape.com í vikunni og sem liggur við að vera of góð til að vera sönn eins og svo margt annað úr heimi vísindanna þessa daganna og væntanlega tryggir sölu lyfjanna enn frekar.

Aðrar rannsóknir á öðrum kólesteróllækkandi lyfjum man ég þó að á upphafsárum þeirra gátu sýnt aukna tíðni í dauðsföllum af ólíkum orsökum eins og slysum og sem síðar var talið bara tilfallandi tilviljun. Að minnsta kosti eru oft plúsar og mínusar í þessu dæmi eins og svo mörgum öðrum því lyf er alltaf bara lyf og ekki er alltaf fyrirséð með langtíma „aukaverkanir“. Aukaverkarnir verða þó að teljast aukaverkanir, jafnvel þótt jákvæðar séu, eða hvað?

Valið er alltaf okkar að lifa lífinu eins og við teljum best með sem fæstum „aukaverkunum“. Góð næring og hreyfing er alltaf grunnurinn að góðri líkamlegri og andlegri heilsu hvað sem öllu öðru líður. Þyngdarstjórnun á að ráðast af þessum þáttum og að við höfum val á því sem við teljum best fyrri okkur, að minnsta kosti í hóf. Við viljum helst ekki boð og bönn, heldur minna og oftar. Rannsóknir á náttúrulegri hollustu er enda oft erfitt að sanna því hver vill bjóða sig fram í framvirkri rannsókn eins og lyfjarannsóknirnar eru gerðar og þar sem við verðum þá að vera án þess sem við teljum vera hollt, jafnvel til margra ára. Það sem siðfræðin og ósanngirnin gegn samanburðarhópnum leyfir væntanlega ekki. Sönnunarbyrðin er þannig oft miklu meiri á því sem við teljum hafa verið óhollt en gæti í sjálfu sér verið aðeins hollt eins og smá vín og súkkulaði með og nýjustu rannsóknir benda til. Sumir segja reyndar að eitt af því sem gæti mælst sem hollusta við smá súkkulaði er að losna við streituna að þurfa að neita sér um smá bita þegar manni virkilega langar. En það er sama hvaðan gott kemur. Ef til vill svipað með léttvínsglasið og maður kann að segja stopp á réttum tíma. Og hver á að borga slíka rannsókn þegar hagnaðurinn er eingöngu neytendanna. Þarna kemur almenn skynsemi því meira að gagni en sem því miður okkur vantar oft. Ef bara væri hægt að framleiðana hana í lyfjaformi.

Sú hugmynd hefur reyndar skotið upp kollinum með „polypill“ pillunni sem er ein pilla við helstu og algengustu kvillunum. Kólesterol lækkandi lyf og jafnvel asperin í lágum skömtum og jafnvel blóðþrýstilækkandi lyf einnig. Sumir sjá fyrir sér fleiri möguleika í þessari framtíðarpillu svo sem að blanda helgarpillunni með fyrir karlana, hugmynd sem felur í sér mikla forræðishyggju og minni ábyrgð á eigin heilsu.

Nei, ég held ég myndi aldrei treysta þeirri pillu fremur en mörgum öðrum sem eru of góðar til að geta verið til. En eigum við samt ekki að lokum að skála fyrir okkur sjálfum, og lyfjaiðnaðinum um leið sem á að þjóna okkur. Einn súkkulaðibita samt ef til vill í stað einnar pillu.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Íþróttir · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn