Mánudagur 27.02.2012 - 11:54 - FB ummæli ()

Vonsviknar konur og brostnir brjóststrengir

Alltaf er betur að koma fram hvað illa hefur verið staðið að eftirliti með ígræddum brjóstafyllingum hjá konum síðustu áratugina og jafnvel löngum litið framhjá hvort þeir séu farnir að leka. Jafnvel Krabbameinsfélagið taldi ekki í sínum verkahring að kanna ástandið, þegar ítarleg skoðun fór fram með ómskoðun af brjóstum og aðeins leitað að því allra versta, krabbameininu. Hjá konum sem þó gengu öruggar og ánægðar af þeim fundi, fullvissar um að allt væri í lagi. Af tilefni af alvarleika og hvað hægt miðar í brjótapúðamálinu öllu á Íslandi, í raun hvað við flest höfum látið okkur málið lítið varða, jafnvel sumir fjölmiðlar, langar mig að minna á orð skáldsins Einars Benediktssonar úr ljóði, Einræðum Starkaðar, sem ónefnd kona sendi mér sem innlegg í umræðuna og sem gott er að hafa í huga nú þótt tilefnið upphaflega með orðunum hafi verið allt annað og e.t.v. meira þess tíma tákn þegar við vorum betri hvort við annað.

„..Svo oft leynist strengur í brjósti sem brast
við biturt andsvar gefið án sakar.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast
sem aldrei verður tekið til baka.

Konunnar sem lauk athugasemdinni með orðunum. „Stöndum saman, þú veist ekki hvenær þú þarft á samfélaginu þínu að halda.“

Smá saman er að koma í ljós að margar aðrar tegundir en PIP (Poly Implant Prothese) brjóstapúðarnir eru mismunandi af gæðum, vörur í mannslíkamann undir mismunandi vöruheitum. Kanadískur brjóstapúðasérfræðingur, Dr. Pierre Blais, hefur bent á í skýrslu sem ég er með undir höndum, að allir læknar í Evrópu verði að vera sér vel meðvitandi um hættuna sem hlotist getur af lélegum brjóstapúðum. Um suma púðana er vitað að voru upphaflega undir frumheitinu illræmda, PIP eins og t.d. M-implants og þúsundir evrópskra kvenna bera í dag, en sem ekki er vitað á þessarri stundu hvort notaðir hafi verið hér á landi. Eurosilicone og Nagor brjóstapúðar liggja einnig undir grun að vera engu betri en PIP púðarnir að mati Dr. Blais og sumir púðar sem eru enn í sölu eru meira en 10 ára gamlir t.d. Inamed. Brjóstapúðar frá Laboratoire Sebbin (Frakklandi), Perouse (Frakklandi), Polytech Silimed (Þýskalandi), PMT (US), Donisis (Kína) and Silimed (Brasilíu) liggja líka allir undir grun að vera undir nútíma gæðastöðlum.

Svartamarkaðsbrask miðlara um alla Evrópu kemur líka við sögu og kaup á púðum gegnum netið geta verið varasöm viðskipti. Eins og áður segir getur stundum verið um að ræða gamla lagervöru og púðarnir seldir sem nýir væru. Eins undir öðrum heitum og jafnvel fylltir með óþekktu iðnaðarsíliconi og öðrum efnum eins og voru í PIP púðunum, auk þess sem efnin í skelinni sjáfri geta verið stórvarasöm í líkamanum til lengdar. Skel sem skorpnar upp og verður hlandgul með tímanum og plast og gúmíefnin sem harðna, tærast upp og leka síðan eða gráta sílikoninu um líkamann. Jafnvel þannig að megnið að innihaldi púðanna hverfur án þess að sýnilegt rof hafi orðið á skelinni. En eitt er víst, efnin hverfa ekki eða gufa bara upp. Þau fara annað og safnast upp í líkamanum öllum.

Lýsingar á allt að 10 cm löngum eitlum, fylltir af sílikoni, uppsöfnuðu sílíkoni sem er líka eins og tyggjóklessur í líffærum og milli rifja. Sílikoni sem veldur miklum bólgubreytingum og eyðileggingu á vefum og vöðvum með tímanum og jafnvel lífshættulegum sýkingum þegar um framandi aðskotahluti er að ræða í líkamanum, jafnvel hundruðir gramma. Allt sýnilegar breytingar, jafnvel stundum eins og í hryllingsmynd, en þar sem eituráhrif uppleystu efnanna sjást hins vegar ekki, en sem allir geta svo auðveldlega ímyndað sér. Sem líka tengist einu stærsta lögmáli eiturefnafræðinnar sem eru aukin áhrif með með auknu magni efna, efna sem ekki endilega eru bráðdrepandi í eðli sínu í örmagni. Meðal hundruða, ef ekki þúsunda íslenskra kvenna og milljóna kvenna um heim allan. Heilbrigðishneyksli aldarinnar sem allir eiga svo erfitt með að horfast í augun við, enda erfitt að vera vitur eftir á.

Lestur erlendra læknaskýrslna um íslenskar konur er lýginni líkust. Lýsingarnar eru stundum eins þær eigi við hermenn sem hlotið hafa sprengjusár. Þar sem ráðlagt er að leita sérþekkingar herlækna sem endurhæfa fórnarlömb stríðsátaka. Endurhæfingalækna og sjúkraþjálfa sem sérhæfa sig í endurhæfingu fólks eftir langvarandi efnaskaða og eitranir. Konur á mismunandi aldri á Íslandi. Jafnvel er talin ástæða til að rannsaka börn mæðra þar sem brjóstapúðarnir láku þegar börnin fengu mjólk úr brjósti þeirra. Til að leita að þungmálmum í lífsýnum auk annarra mögulegra eiturefna. Þarf að segja nokkuð meira….bara möguleikinn fær mann til að svitna.

Á sama tíma fær ekki einu sinni landlæknir, yfirmaður lýðheilsunnar að vita hvaða konur eru nú í mestri hættu og málið látið liggja á borði Persónuverndar til heilabrota. En hvort skyldi vega þyngra, þau sjónarmið eða lýðheilsusjónarmiðin? Hvað eru konurnar margar, hvaða gerðir af brjóstapúðum eru þær með og hvenær í lífi kvennanna þær fengu brjóstapúðana sína? Allt upplýsingar sem gætu lotið að hátt í tug prósenta ungra kvenna og heilsu þeirra ef svörtustu spár reyndast réttar. Hvernig hefur verið staðið að þessum málum almennt á Íslandi sl. áratugi? Eins er að koma í ljós að margar konur eru með allt of gamla púða,  jafnvel yfir þrjátíu ára gamla sem fylltir voru með saltvatni á sínum tíma. Margir þessara púða eru löngu úr sér gengnir, sprungnir og jafnvel tómir. Sumir fylltir allskonar gróðri sem ekki á heldur heima í líkamanum við venjulegar aðstæður. Út með þetta allt sem fyrst, kvennanna og okkar allra vegna.

http://bleikt.pressan.is/lesa/krabbamein-og-silikon-er-erfidara-ad-leita-ad-hnutum-i-silikonbrjostum/ 25.10.2012

http://ruv.is/frett/vilja-stodva-brjostapudatilbod, 29.02.2012

Fyrri lesning um brjóstapúðamálið á blogginu:

Brjóstastækkun á Stöð2 26.2.2010

Brjóstvitið í upphafi árs 2.1.2012

Falinn sannleikur í 20 ár 6.1.2012

Meira um PIP iðnaðinn og konulíkamann 14.1.2012

Erum við brjóstgóð þjóð? 24.1.2012

Gúmíbirnir og „sæt brjóst“ 9.2.2012

Hvað eru ungar stúlkur að hugsa í dag? 14.2.2012

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn