Fimmtudagur 01.03.2012 - 08:02 - FB ummæli ()

Nýtt og flókið heilbrigðisvandamál meðal þúsunda kvenna á Íslandi

Fáir efast um alvarleika PIP (Poly Implant Prothese) málsins svokallaða, ísetningu gallaðra og jafnvel eitraðara íhluta í tæplega 450 íslenskar konur á besta aldri. Brjóstapúða sem vega hátt í eitt prósent af þyngd hverrar konu og sem leka getið um líkama þeirra, skemmt líffæri, vöðva og sogæðakerfið. Vandamálið endurspeglar samt sennilega aðeins toppinn á ísjaknum, þótt vissulega leki PIP púðarnir meira en aðrir púðar og sílíkonið er iðnaðarsílikon. Vandamál sem er bundið í eðli sínu við þúsundir kvenna á Íslandi með allskonar gerðir af brjóstapúðum og sem stundum eru lítið skárri en PIP púðarnir illræmdu.

Púðar sem í stað þess að leka í allt að 80 prósent tilvika, leka í allt að 20 prósenta tilvika á innan við áratug og sem geta valdið margvíslegum skemmdum á líkamanum. Allskonar tegundir undir mismunandi heitum og gerðum. Eins margra áratugagamlir saltvatnspúðar sem enginn hefur sinnt um og jafnvel konurnar sjálfar hættar að hugsa um þrátt fyrir allskonar óljós óþægindi og einkenni.

Af gefnu tilefni, og sem vel skiljanlegt er í ljósi umræðunnar, hefur fjöldi kvenna af þeim þúsundum sem bera slíka púða haft samband við Krabbameinsfélagið vegna áhyggja af heilsuskaða sem þær jafnvel þegar hafa orðið fyrir. Sem óska eftir ómskoðun sem fyrst af brjóstunum til að útiloka leka sem þó er sjaldnast er þó alveg hægt að útiloka með þeirri rannsókn einni saman. Þar sem enginn getur séð tæringuna á skelinni og þaðan af síður heyrt grátinn í brjóstum kvennanna frá púðunum. Krabbameinsfélagið hefur því óskað eftir að Landlæknir skapi verklagsreglur hvernig eftirlitinu skulið háttað fyrir heilsugæsluna og fram kom í nýju bréfi frá yfirlækni leitarsviðs Krabbmeinsfélagsins í gær.

…..“Ef tryggja á að allar konur með sílikonpúða hafi jafnan rétt til greiningar á mögulegum leka er brýnt að landlæknir gefi út nánari tilmæli til lýtalækna og heimilislækna varðandi eftirlit með konum sem hafa fengið brjóstapúða með hefðbundnu sílikoni. Tekið skal fram að slíkt eftirlit er utan við verksvið starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins“ .

Enginn veit hins vegar hvað konurnar eru í raun  margar og hvaða tegundir af brjóstapúðum hver og ein ber, nema auðvitað lýtalæknarnir sem settu púðana í, í upphafi. Þó er vitað af fjöldi brjóstapúðaísetninga hefur farið upp í hátt í þúsund á ári sl. ár og að konurnar hljóti því að skipta þúsundum og sennilega fylla tuginn í prósentu talið fyrir ákveðna aldurshópa. Afar brýnt er því að kallað sé eftir nákvæmum upplýsingum sem allra fyrst til að kortleggja vandann sem heilbrigðiskerfið þarf að takast á við á næstunni. Á hvaða aldri í lífi konunnar, fjölda ára frá aðgerð, barneignir og brjóstagjafir með púða í brjóstum, hvernig eftirliti með púðunum hefur verið háttað hingað til og hvernig eftirlitinu verður háttað í framtíðinni. Ákvörðunin að landlæknir fái að kalla eftir þessum upplýsingum strandar hins vegar nú í bili hjá sjálfri, Pesónuverndinni!

Það versta við þetta allt saman er að vandinn er miklu stærri ef litið er til allra hugsanlegra aukaverkana af lekum púðum og sem best hefur komið fram í þeim læknaskýrslum sem þegar liggja fyrir um skaða kvenna sem leitað hafa eftir sérfræðingsáliti erlendis frá og greint var frá í síðasta pistli. Margar aðrar konur eru nú hins vegar farnar að leita til heilsugæslunnar vegna óljósra einkenna vegna umræðunnar einnar saman. Jafnvel sem staðið hafa yfir í um árabil, en enginn hirti um að spyrja hvort tengdust hugsanlegu leyndarmáli, brjóstapúðaígræslu löngu áður og sem átti að hafa verið svo saklaust inngrip á sínum tíma. Að ekki sé talað um verki og síþreytu og allskonar einkenni sem oftast á sér þó saklausari skýringar, en sem erfitt er að útiloka að tengist ekki hugsanlegum bólgum og sýkingum með aðskotahlutum í þvílíku magni sem brjóstapúðar eru. Jafnvel sem veldur óöryggi með greiningu á krabbameinum með stækkuðum og hörðum eitlum. Sem vekur upp spurningar um blóðprufur í leit að eiturefnum og allskonar breytingum í blóðmynd. Jafnvel allsherjar líkamsskönn til að sjá hvert allt sílíkonið hefur farið.

Stóra spurningin er því nú í mínum huga, hvernig í ósköpunum á heilsugæslan að rannsaka allar konurnar með hugsanlega leka brjóstapúða, í óljósu magni, af ólíkum gerðum, og óljósum tegundum? Nú, eins og í svo mörgu öðru, verðum við að fara að skrifa söguna upp á nýtt. Heilbrigðissaga þjóðarinnar hefur fengið nýjan og ekki að fullu skrifaðan kafla. Læknisfræðin er orðin önnur.

http://blog.eyjan.is/vilhjalmurari/2012/02/27/vonsviknar-konur-og-brostnir-brjoststrengir/

ihttp://blog.eyjan.is/vilhjalmurari/2012/02/14/hvad-eru-ungar-stulkur-ad-hugsa-i-dag/

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn