Fimmtudagur 09.08.2012 - 18:14 - FB ummæli ()

Undir yfirborðinu

Það hefur ávalt verið talinn mikill ósiður að gera smátt sem stórt í sundlaugarnar og sem eru okkar þjóðarstolt um land allt. Sömu sundlaugar og sundfólkið æfir síðan oft í, á kvöldin og um helgar. Jafnvel þótt klórinn nái að heft vöxt örveira sem borist geta með óvæntum úrgangi, í takmörkuð magni, og sem aðallega hefur hingað til mátt vænta frá yngsta fólkinu. En nú að því er virðist líka frá eldra fólki.

Nýverið greindi fyrrverandi landsliðskona Bandaríkjanna í sundi, Carly Geehr, frá því að nær allir keppendur á Ólympíuleikunum í London ættu það til að létta á sér, á meðan þeir eru í sundlauginni. „Sem sundmaður þá þarftu að sætta þig við að synda í þvagi.” Undir þetta tók margfaldur ólympíumeistari í sundi Michael Phelps við bandaríska dagblaðið Wall Street Journal í síðustu viku. „Þegar við erum í lauginni í tvo tíma (á æfingum væntanlega), þá förum við sjaldnast upp úr til að pissa”„Ég held að allir pissi í sundlaugina,” sagði bandaríski sundkappinn. Fullyrðingar sem þassar eru mjög athyglisverðar og í takt við umræðuna um ofuræfingar afreksíþróttafólks þar sem öllum öðrum fyrrum viðmiðum er oft fórnað. En hvað með íslenska sundfólkið og almenningssundlaugarnar okkar?

Öldin er sem sagt önnur samkvæmt upplýsingum um þvaglát fullorðins fólks í sundlaugar í dag og að auka þurfi klórmagnið til að sporna geng hættu á sýkingum saurgerla og ýmissa veira. Mikið meiri smithætta er enda frá fullorðnu fólki en ungum börnum hvað þetta varðar og sumar veirur viljum við vera alveg laus við að eiga á hættu að gleypa. Til eru litarefni til nota í sundlaugavatn sem lita upp vatnið þegar nítursambönd úr þvagi losna. Til að aðrir sjái og geti þá forðað sér. E.t.v. þarf nú að ræða hvort þörf er á slíkum litarefnum í sundlaugarnar okkar?

Við kennum börnum okkar nokkra góða mannasiði. Að þvo sér um hendur fyrir máltíðar og eftir klósettferðir er mikilvægur hluti af þeirri kennslu, lærdómur sem endast á út allt lífið, hugsunarlaust. Eins þvoum við okkur vel áður en við förum í sundlaugarnar. Gamalt orðatiltæki segir að við pissum heldur ekki í skóinn okkar sjálfviljug. Sama er auðvitað með þvaglát í sundlaugarnar okkar sem við eigum öll að fá að njóta jafnt.

http://www.ruv.is/frett/ras-2/varasamt-ad-pissa-i-laugina

http://www.examiner.com/article/too-many-people-urinate-public-swimming-pools-which-destroys-the-chlorine?cid=rss

http://www.dv.is/skrytid/2012/8/6/phelps-eg-held-ad-allir-pissi-i-sundlaugina/

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/einn-af-hverjum-fimm-pissar-i-laugina-vitum-af-thessu-segir-vaktstjori-sundhallarinnar

http://www.dailymail.co.uk/news/article-2152700/One-FIVE-adults-urinate-swimming-pools-70-dont-shower-diving-in.html

http://blog.swimator.com/2012/04/swimming-and-medical-infections-dangers.html

http://www.sciencedaily.com/releases/2008/02/080219161946.htm

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Íþróttir

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn