Föstudagur 12.10.2012 - 23:39 - FB ummæli ()

Líka gott fyrir heilann

Lengi hefur verið vitað hvað grænmetið er hollt, en á sama tíma hvað ýmislegt annað er óhollt, en sem við eigum oft erfitt með að forðast. Óhollusta sem snýr að algengum lifnaðarháttum okkar í dag. Stærstu áhætuþættir fyrir flestum sjúkdómum eru jú reykingar, hreyfingarleysi, sykurát, ofát og óhollur matur og ýmsir drykkir. Nokkuð sem allir vita en margir kjósa að horfa framhjá. Þegar aðeins um 20% karla eru í kjörþyngd á Íslandi, offitufaraldurinn tröllríður þjóðinni og tíðni sykursýki er að rjúka upp m.a. meðal verðandi mæðra. Nýtt alvarlegt heilbrigðisvandamál sem var til umræðu í Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í morgun og hvernig bregðast mætti við.

Til mótvægis öllu þessu illa hef ég lengi ráðlagt sjúklingum mínum að borða vel af tómötum sem ég vil aðeins ræða nánar. Einni bestu aðferðinni til að grennast og uppáhalds grænmetinu mínu og sem alltaf eru rauðir og girnilegir. Sem aukabita milli mála og með öðrum mat, ekki síst til að upphefja það sem óhollara er og sem fer gjarnan ofan í okkur.

Í vikunni var sagt frá nýrri finnskri rannsókn í heimspressunni og sem lofaði tómatana, m.a. hér á landi á Bylgjunni. Framvirkri rannsókn þar sem niðurstöðurnar voru birtar í vísindalæknatímaritinu Neurology og sem náði til rúmlega þúsund eldri karla sem fylgt hafði verið eftir í 12 ár. Efnið lycopene, rauða efnið í tómötunum sem er karoten líkt litarefni, var talið hafa jákvæð áhrif á blóðflögurnar og geta hindrað óeðlilega blóðkekkjun. Hækkandi lycopene í blóði þátttakendanna sýnd þannig marktæka fylgni að draga úr líkum á blóðtappa í heilaæðum og þannig á heilablóðföllum almennt.

Áhrifin mældust mest um 55% miðað við þá sem höfðu lægst af lycopene í blóðinu. Niðurstöðurnar koma svo sem heim og saman við margt annað sem skrifað hefur verið um hollustu grænmetis áður og sjaldan er deilt um. M. a. til verndar gegn ótímabærri öldrun frumanna okkar og gegn áhættu á myndun krabbameina vegna afoxandi áhrifa ýmissa efna sem aðeins er að finna í grænmeti og ávöxtum. En nú líka vísbendingar um áhrif gegn óeðlilegri blóðstorkun í heilaæðum og sem í sumum tilfellum getur ef til vill komið í stað fyrirbyggjandi meðferðar blóðþynnandi lyfja í framtíðinni þegar um æðakölkun er að ræða og sem valdið geta ýmsum hættulegum aukaverkunum, m.a. magasárum og lífshættulegum blæðingum.

Tómatar eru ein hollusta og ódýrasta heilsufæðan (functional food) sem við eigum völ á, á Íslandi í dag. Hlaðnir vítamínum og sem vegna sinna afoxandi efna geta hjálpað við að lækka slæma kólesterólið (LDL) og þríglýseríðin og þannig hjartaheilsuna almennt. Mörg önnur efni sem m.a hafa önnur afoxandi eiginleika eru líka til skoðunar vegna hugsanlegra tengsla við bætta bæta heilsu almennt og sem skipar tómötum í eitt efsta sætið sem hollusta grænmetið, þótt eldrautt sé (m.a. esculeoside A, chalconaringenin, 9-oxo-octadecadienoic acid).

Það gleðilegasta við þetta allt saman er hvað íslensk tómataræktun stendur í miklum blóma. Tómatar sem jafnvel innihalda miklu meira magn af lycopene og vítamínum en þeir erlendu og sem kallaðir eru heilsutómatar. Þökk sé frumkvöðlastarfi garðyrkjubændanna sem trúa á almenna hollustu íslenska grænmetisins og reyna stöðugt að betrumbæta framleiðsluna. Tómatarnir okkar góðu, ættu síðast en ekki síst, að geta bætt heilaheilsu okkar allra. Ekki veitir af og þar sem bestu ákvarðanir okkar eru teknar, en því miður líka þær verstu.

http://www.telegraph.co.uk/health/healthnews/9593988/Eating-tomatoes-may-stave-off-a-stroke-research.html

http://www.scotsman.com/news/uk/tomato-seeds-promise-new-way-to-fight-heart-disease-more-safely-1-794674

http://www.whfoods.com/genpage.php?tname=foodspice&dbid=44

 

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn