Föstudagur 28.12.2012 - 15:39 - FB ummæli ()

Stríð og friður um áramótin

mynd vaa 2012

Frosin strá 2012 (mynd vaa)

Um jól og áramót hugsar maður meira en aðra daga um frið og ró. Lítur yfir farinn veg og veltir fyrir sér hvað hefði mátt betur fara og að hverju skuli stefnt að á nýju ári. Þetta á jafnt við um manns eigið líf og samfélagsmálin í heild, ekki síst hér heima. Hátíðarnar eru þannig hvortveggja í senn, tími uppgjörs og hvatningar. Það þarf að mörgu að hyggja, ekki síst þegar þarf að byggja á veikum grunni mannviskunnar sl. ár og skoðanir um leiðir eru jafn óljósar og raun ber vitni. Þar sem óánægjan og reiðin síður innra með mörgum.

Baráttan í okkar eigin lífi, nánustu ættingja og vina er oft erfið þessa daganna. Fjölskyldur ná ekki að vera jafn mikið saman og oft áður og margar fjölskyldur fluttir burt af landinu til þess eins að halda lífsviðurværinu. Margir auk þess gjaldþrota og margir einstaklingar misst vinnuna. Mikil uppstokkun í lífinu þar sem reyna þarf nýtt líf, jafnvel í framandi heimi. Læra þarf marga hluti alveg upp á nýtt og viðmiðin eru önnur en áður var í okkar litla, en að mörgu leiti spillta þjóðfélagi. Kunningjaþjóðveldi sem á sér samt allt aðrar forsendur og við sjáum oft í hinum stríðshrjáða og oft sárfátæka stóra heimi. Þá þakka maður alltaf fyrir að vera Íslendingur, þrátt fyrir allt.

Baráttan við hið óvænta, sjúkdómana og slysin, eru hins vegar öðruvísi stríð sem maður ræður litlu um enginn veit aldrei hver hefur betur, vellíðan eða sársaukinn, lífið eða dauðinn. Heilbrigt líferni, góð heilbrigðisþjónusta ásamt félagslegu öryggi ræður mestu í þessari baráttu og eru sterkustu vopnin sem við ráðum yfir. Menningin síðan til að njóta og sem gerir lífið þess virði að lifa. Allt megin viðfangsefni stjórnmálanna í dag ásamt atvinnulífinu og réttarkerfinu.

Ábyrgð okkar allra er mikil að reisa nýtt og betra þjóðfélag á Íslandi. Það eru áramót framundan hjá þjóðinni. Tími til að huga að valkostum í uppbyggingunni, í stað þess að treysta blind á skoðanir misvitra stjórnmálamanna sem gjarnan versna eftir því sem þær liggja lengra frá meðalhófsreglunni og samstöðunni. Í átt að nýfrjálshyggjunni eða samyrkjubúskapnum. Á tækni- og velmegunaröld í mörgum skilningi, þar sem fátt er ómögulegt ef viljinn og sáttin er fyrir hendi og að sérfræðingarnir fái að ráða meiru. Að við förum betur með peningana okkar svo fleiri fái að njóta til betra lífs og heilsu. Ekki síst í almennri heilsugæslu og sjúkrastofunum sem þar þurfa að dveljast til lengri eða skemmri tíma. Að við treystum síðan á mannauðinn og manngæsku, í stað steinsteypu og skýjaborgir. Þar sem þörfin er mest í dag.

Vonandi fá öll góðu orðinn að standa eftir alþingiskosningarnar á nýju ári. Til að við förum oftar en verið hefur með sigur af hólmi í okkar stærstu sameiginlegu og mikilvægustu málum. Að við fáum aftur trú á stjórnmálin okkar, stjórnmálaflokkana, von og frið í hjarta.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn