Laugardagur 26.01.2013 - 09:24 - FB ummæli ()

Öfugsnúin forræðishyggja!

Undanfarið hefur verið mikið fjallað um væntanlegt sölubann á munntóbaki í Evrópu og hér á landi, sérstaklega sænska snusinu og sem er blönduð og veikari tóbaksvara, en minna um höft á miklu sterkari og varasamari tóbaksvöru, íslenska fínkornótta neftóbakinu. „Íslenska ruddanum“ eins og hann er oft kallaður og sem er mest notaður sem munntóbak nú orðið meðal unga fólksins, enda öll sala á grófkorna munntóbaki nú tímabundið bönnuð. Vitað er hins vegar  að allt að fimmtungur ungra karlmanna tekur í vörina í dag, á sama tíma og dregið hefur verulega úr tóbaksreykinum unga fólksins.

Rök tóbaksvarnaráðs og Evrópusambandsins gegn sænska snusinu er hins vegar fyrst og fremst að um of neytendavænlega tóbaksvöru sé að ræða. Minna nikótínmagn í tóbaksneysluvöru sem er bragðbætt í þokkabót í stöðluðum skömmtum og sem auka muni alla tóbaksnotkun.

Ólíkt snusinu, sem eins og áður segir er blönduð tóbaksvara og framleidd í stöðluðu tóbaksmagni í þartilgerðum pokum undir ströngu eftirliti sænskra heilbrigðisyfirvalda, er „íslenski ruddinn“ og í raun flest allt óblandað nef- og munntóbak sem selt hefur verið hér á landi þar til nýlega, skaðlegri tóbaksvara með fleiri hugsanlegum skaðlegum aukaefnum. Lauskornótt niðurskorið tóbak, hvernig sem á er litið, sem étur sig auk þess mikið frekar gegnum slímhúðir í munni og býr til með tímanum og mörg dæmi sanna meðal ungra nef/munntóbaksneytenda hér á landi, tóbaksvasa langt undir kinnar. Slíkt laust tóbak er enda oft notað í óheftu magni með því einfaldlega að dæla því undir vör með sprautum.

Allar nef- og munntóbaksvörur eru þó miklu hættuminni en sjálft reyktóbakið og sem er aðal heilbrigðisvandamálið, enda nikótínið sjálft ekki það versta, heldur tóbaksreykurinn sjálfur. Því er til mikils að vinna ef hægt væri að draga stórlega úr tóbaksreykingum með þvi m.a. að leyfa skaðminna munntóbak eins og snuspokana og góð reynsla er af í Svíþjóð.

Með sömu rökum og að banna á munntóbak eins og snus, má segja að banna eigi allar veikari alkóhólvörur, t.d. bjór og veika alkóhólávaxtadrykki. Veikari drykkir sem ásamt aukinni sölu á léttvínum, hafa aukið sölu á öllu alkóhóli í alkóhóllítrum talið og sem nálgast nú að vera um 8 lítrar af hreinum vínanda á hvern Íslending á ári, 15 ára og eldri. Hins vegar sem meiru máli skiptir, stórlega minnkað neyslu sterkari drykkja og vandamála sem þeim tengjast. En sumir opinberir aðilar virðast heilagri en sjálfur páfinn. Sérstaklega er það slæmt ef það eru aðilarnir sem treyst er fyrir mikilvægust forvörnunum hjá unga fólkinu í dag, forvörnum gegn tóbaksreykingum. Ofstæki í boðum og bönnum kannn heldur aldrei góðri lukku að stýra og eykur bara á svartamarkaðbrask, smygl og aðra glæpastarfsemi í þjóðfélaginu.

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2012/10/25/verdur-islenski-ruddinn-bannadur-lika/

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2012/07/21/er-haegt-ad-rettlaeta-solu-a-munntobaki/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn