Þriðjudagur 17.12.2013 - 12:41 - FB ummæli ()

Kjöthakk á tilboðsverði

Eftir fréttir sl. daga, meira erlendis en hér heima að vísu, er maður alveg gáttaður á þeim trúnaðarbresti sem hefur orðið á milli matvælaframleiðenda og neytandans. Meðal tuga stórfyrirtækja sl. misseri sem telja að þeir geti boðið neytandanum hvað sem er.

Samkvæmt hádegisfréttum RÚV „hefur fréttaveitan Associated Press eftir heimildarmanni í frönsku lögreglunni að talið sé að vekringar, sem lyfjaframleiðendur notuðu sem tilraunadýr, hafi endað á matardiskum fólks. Kjötið hafi því verið illa mengað af sýklalyfjum og öðrum óæskilegum efnum. Benoit Hamon, ráðherra neytendamála, segir að málið snúist því ekki bara um fjársvik heldur líka um matvælaöryggi.“

Sennilega átta ekki allir sig á alvarleika hrossakjötsmálsins sem tröllreið matvælamarkaðinum í Evrópu fyrr á árinu. Ekki að hrossakjöt sem selt er sem nautakjöt sé endilega verra kjöt undir tönn en nautakjötið og sumir virtust lita á sem aðal málið. Nei, hráefnið var úr liggur við sjálfdauðum hrossum eða ösnum sem fáir vissu nein deili á, en sem gat innihaldið allskonar skaðleg efni, tilraunaefni og lyf, fyrir utan öll smitefnin. Að ekki sé hægt að rekja uppruna kjöts til framleiðsluhátta, slátrunar og vinnslu og strangt gæðaeftirlit á að ríkja með er ólíðandi. Og að það skuli síðan vera blandað viljandi með öðru „betra“ kjöti til að fela ósóman, gegnum allskonar milliliði, er glæpsamlegt athæfi. Mál sem gaf reyndar skáldsagnahöfundum byr undir andagiftina í spennu- og hryllingsskáldsögum hér á árum áður.

Allt leiðir þetta auðvitað hugann að íslenskri matvælaframleiðslu, og þeirri auðlegð sem fiskurinn okkar er og landbúnaðarafurðir. Hvað það er mikilvægt að halda í trúverðugleikann, gæðin og upprunavottun matvæla sem enginn á að þurfa að efast um. Á sama tíma og nú er hægt að fá „ferskt“ kjöt erlendis frá úr kjötborðinu og lítið eftirlit er með. Aðeins að það hafi verið flutt inn fryst. Þar sem neitandinn veit oft lítið um upprunann og geymsluaðferðir, enda pakkningar oftast illa merktar og jafnvel falsaðar eins og kjúklingamálið sannaði nýlega. Og hvað með aðrar unnar kjöt- og jafnvel mjólkurvörurnar frá MS þar sem dæmin sanna (15.1.2014) að erlent hráefni er smyglað í ostana okkar og sjörið á tilboðsverði?

http://www.theguardian.com/uk/horsemeat-scandal

http://www.ruv.is/frett/hrossakjotshneyksli-i-frakklandi

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2013/02/14/pip-gel-og-comi-gel-ogedin/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn